Ferill 215. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


156. löggjafarþing 2025.

Þingskjal 251  —  215. mál.

1. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á lögum um fæðingar- og foreldraorlof, nr. 144/2020 (fjölburaforeldrar og veikindi á meðgöngu).

Frá Diljá Mist Einarsdóttur og Bryndísi Haraldsdóttur.


    Ákvæði til bráðabirgða IV orðist svo:
    Þrátt fyrir 1. mgr. 24. gr. skal mánaðarleg greiðsla Fæðingarorlofssjóðs til foreldris í fæðingarorlofi aldrei nema hærri fjárhæð en 800.000 kr. vegna barna sem fæðast, eru frumættleidd eða tekin í varanlegt fóstur á tímabilinu 1. janúar 2025 til og með 31. desember 2025. Sama á við um alla foreldra sem eiga rétt á fæðingarorlofsgreiðslum á þessu tímabili.



Greinargerð.


    Tilgangurinn er að grípa þá foreldra sem eiga rétt á fæðingarorlofsgreiðslum á þessu tímabili og byggist breytingartillagan á jafnræðissjónarmiðum.