Ferill 211. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
156. löggjafarþing 2025.
Þingskjal 536 — 211. mál.
Svar
atvinnuvegaráðherra við fyrirspurn frá Sigmundi Erni Rúnarssyni um veiðidagbækur hvalveiðileyfishafa.
Fyrirspurnin hljóðar svo:
1. Hversu oft hafa hvalveiðileyfishafar afhent veiðidagbækur til lögbærra eftirlitsaðila frá árinu 2014? Svar óskast sundurliðað eftir árum, leyfishöfum og fjölda afhendinga.
2. Hversu oft gerðu eftirlitsaðilar athugasemdir við afhendingu veiðidagbóka?
3. Hafi orðið misbrestur á afhendingu veiðidagbóka, hvað hafa lögbærir eftirlitsaðilar aðhafst?
Í svari þessu er gengið út frá því að spurt sé um þær dagbækur sem tilgreindar eru í veiðileyfum gefnum út frá árinu 2014. Í leyfum til veiða á langreyði árin 2014–2018 og árin 2019– 2023 segir í 5. gr. að skipstjóri skuli halda dagbók yfir veiðar og henni eða afriti hennar skuli skilað til Fiskistofu í lok vertíðar. Í veiðileyfum til hrefnuveiða árin 2014–2018 og árin 2019–2023 segir í 7. gr. að skipstjóri skuli halda dagbók yfir veiðar og henni skilað til Fiskistofu í lok hverrar vertíðar.
Langreyður | |||||
Ár | Veiði ástunduð | Leyfishafi | Fjöldi afhendinga | Athugasemdir | Viðbrögð |
2014 | Já | Hvalur hf. | Engin | Nei | Engin |
2015 | Já | Hvalur hf. | Engin | Nei | Engin |
2016 | Nei | Hvalur hf. | – | – | – |
2017 | Nei | Hvalur hf. | – | – | – |
2018 | Já | Hvalur hf. | Engin | Já | Kært til lögreglu |
2019 | Nei | Hvalur hf. | – | – | – |
2020 | Nei | Hvalur hf. | – | – | – |
2021 | Nei | Hvalur hf. | – | – | – |
2022 | Já | Hvalur hf. | 1* | Nei | Engin |
2023 | Já | Hvalur hf. | 1* | Nei | Engin |
2024 | Nei | Hvalur hf. | – | – | – |
Hrefna | |||||
Ár | Veiði ástunduð | Leyfishafi | Fjöldi afhendinga | Athugasemdir | Viðbrögð |
2014 | Nei | Hafsteinn SK-3 (1850) | – | – | – |
2014 | Já | Hrafnreyður KÓ-100 (1324) | Engin | Nei | Engin |
2015 | Nei | Hafsteinn SK-3 (1850) | – | – | – |
2015 | Já | Hrafnreyður KÓ-100 (1324) | Engin | Nei | Engin |
2016 | Já | Rokkarinn GK-16 (1850) | Engin | Nei | Engin |
2016 | Já | Hrafnreyður KÓ-100 (1324) | Engin | Nei | Engin |
2016 | Já | Halldór Sigurðsson ÍS-14 (1403) | Engin | Nei | Engin |
2017 | Já | Rokkarinn GK-16 (1850) | Engin | Nei | Engin |
2017 | Já | Hrafnreyður KÓ-100 (1324) | Engin | Nei | Engin |
2017 | Nei | Halldór Sigurðsson ÍS-14 (1403) | – | – | – |
2018 | Já | Hrafnreyður KÓ-100 (1324) | 1* | Já | Já**** |
2018 | Já | Rokkarinn GK-16 (1850) | 1** | Já | Já**** |
2018 | Nei | Halldór Sigurðsson ÍS-14 (1403) | – | – | – |
2019 | Nei | Hrafnreyður KÓ-100 (1324) | – | – | – |
2019 | Nei | Rokkarinn GK-16 (1850) | – | – | – |
2020 | Nei | Hrafnreyður KÓ-100 (1324) | – | – | – |
2020 | Nei | Rokkarinn GK-16 (1850) | – | – | – |
2021 | Nei | Hrafnreyður KÓ-100 (1324) | – | – | – |
2021 | Já | Rokkarinn GK-16 (1850) | 1*** | Nei | Engin |
2022 | Nei | Hrafnreyður KÓ-100 (1324) | – | – | – |
2022 | Nei | Rokkarinn GK-16 (1850) | – | – | – |
2023 | Nei | Hrafnreyður KÓ-100 (1324) | – | – | – |
2023 | Nei | Rokkarinn GK-16 (1850) | – | – | – |
2024 | Nei | Engin leyfi í gildi | – | – | – |
**Afhent fyrir árin 2016–2018.
***Aðeins er um eina afhendingu að ræða í lok vertíðar.
****Fiskistofa krafðist skila á veiðidagbók.