Ferill 211. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
156. löggjafarþing 2025.
Þingskjal 234 — 211. mál.
Fyrirspurn
til atvinnuvegaráðherra um veiðidagbækur hvalveiðileyfishafa.
Frá Sigmundi Erni Rúnarssyni.
1. Hversu oft hafa hvalveiðileyfishafar afhent veiðidagbækur til lögbærra eftirlitsaðila frá árinu 2014? Svar óskast sundurliðað eftir árum, leyfishöfum og fjölda afhendinga.
2. Hversu oft gerðu eftirlitsaðilar athugasemdir við afhendingu veiðidagbóka?
3. Hafi orðið misbrestur á afhendingu veiðidagbóka, hvað hafa lögbærir eftirlitsaðilar aðhafst?
Skriflegt svar óskast.