Ferill 197. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


156. löggjafarþing 2025.
Þingskjal 218  —  197. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um kostnað við kröfur um þjóðlendur.

Frá Bergþóri Ólasyni.


     1.      Hver hefur verið kostnaður við aðkeypta þjónustu í tengslum við kröfur fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkisins um þjóðlendur á svæði 12 sem tekur til eyja og skerja? Hverjir hafa hlotið greiðslu vegna þessarar aðkeyptu þjónustu? Svar óskast sundurliðað eftir skiptingu kostnaðar við upphaflegar kröfur annars vegar og við endurskoðaðar kröfur hins vegar.
     2.      Hlaut ríkissjóður afslátt vegna vinnu við að útfæra kröfur um þjóðlendur á svæði 12 sem voru augljóslega byggðar á misskilningi þar eð gerð var krafa um svæði sem voru inni í landi?


Skriflegt svar óskast.