Ferill 196. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


156. löggjafarþing 2025.
Þingskjal 217  —  196. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um erlenda ríkisborgara í fangelsum.

Frá Bergþóri Ólasyni.


     1.      Hversu margir erlendir ríkisborgarar afplánuðu fangelsisdóm árið 2024 annars vegar og 15. mars 2025 hins vegar?
     2.      Hversu margir erlendir ríkisborgarar sátu í gæsluvarðhaldi árið 2024 annars vegar og 15. mars 2025 hins vegar?
     3.      Hvaða dag sátu flestir erlendir ríkisborgarar í gæsluvarðhaldi frá 1. janúar 2024 til 15. mars 2025 og hversu margir voru þeir þá?
     4.      Hvert var hlutfall erlendra ríkisborgara af föngum árin 2024, 2019 og 2014?


Skriflegt svar óskast.