Ferill 192. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
156. löggjafarþing 2025.
Þingskjal 213 — 192. mál.
Fyrirspurn
til fjármála- og efnahagsráðherra um sóknargjöld.
Frá Bryndísi Haraldsdóttur.
Hver hefðu sóknargjöld átt að vera hefðu þau verið reiknuð á grundvelli 2. gr. laga um sóknargjöld o.fl., nr. 91/1987, frá gildistöku þeirra, sundurliðað eftir árum? Óskað er eftir samanburði við ákvörðuð sóknargjöld hvers árs og hve miklu munar í heildarfjárhæð innheimtra sóknargjalda fyrir hvert ár um sig.
Skriflegt svar óskast.