Ferill 191. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


156. löggjafarþing 2025.
Þingskjal 209  —  191. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um endurgreiðslu ferðakostnaðar sjúklinga og aðstandenda þeirra.

Frá Ingibjörgu Isaksen.


     1.      Hvaða meginsjónarmið, áherslur og verklag gilda við framkvæmd endurgreiðslu ferðakostnaðar sjúklinga og aðstandenda þeirra innan lands og erlendis, sbr. reglugerð um ferðakostnað sjúkratryggðra og aðstandenda þeirra innanlands, nr. 1140/2019, og lög um sjúkratryggingar, nr. 112/2008? Svar óskast sundurliðað eftir því hvort um ferðir innan lands eða erlendis ræðir.
     2.      Hvaða reglur gilda um æskilegan frest uns sjúklingar og aðstandendur þeirra hljóta endurgreiðslu vegna útlagðs kostnaðar? Hversu langur tími líður að meðaltali uns slík endurgreiðsla er innt af hendi?
     3.      Hvaða reglur gilda um þátttöku ríkisins í ferðakostnaði sjúklinga sem njóta heilbrigðisþjónustu utan heimabyggðar og í ferðakostnaði aðstandenda barna sem njóta heilbrigðisþjónustu utan heimabyggðar?
     4.      Telur ráðherra að tilefni sé til þess að endurskoða eða rýmka skilyrði um endurgreiðslu ferðakostnaðar sjúklinga og aðstandenda þeirra eða fyrirkomulag endurgreiðslu í ljósi aukins kostnaðar vegna samgangna?


Skriflegt svar óskast.