Ferill 19. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


156. löggjafarþing 2025.
Þingskjal 19  —  19. mál.




Fyrirspurn


til innviðaráðherra um þyrluflug á vegum einkaaðila og einkaþotur á Reykjavíkurflugvelli.

Frá Rögnu Sigurðardóttur.


     1.      Hver hefur fjöldi þyrlufluga á einkaþyrlum og í útsýnisflugi frá Reykjavíkurflugvelli verið á ári hverju sl. tíu ár?
     2.      Hvenær hefst þyrluflug á vegum einkaaðila að morgni frá Reykjavíkurflugvelli og hvenær lýkur því að kvöldi?
     3.      Hvaða hljóðmælingar hafa verið gerðar á þyrluflugi á vegum einkaaðila frá Reykjavíkurflugvelli?
     4.      Hvernig hefur verið brugðist við kröfu Kópavogsbæjar, Reykjavíkurborgar og íbúa þessara sveitarfélaga um að þyrluflugi á vegum einkaaðila verði fundinn annar staður?
     5.      Hver ber ábyrgð á því að finna þyrluflugi á vegum einkaaðila annan stað ef þess gerist þörf?
     6.      Hvað hafa margar einkaþotur lent á Reykjavíkurflugvelli á ári hverju sl. tíu ár?
     7.      Hvað greiða einkaþotur fyrir stæði á Reykjavíkurflugvelli á hverjum sólarhring?
     8.      Hvaða hljóðmælingar hafa verið gerðar á flugi einkaþotna við Reykjavíkurflugvöll?
     9.      Hvaða reglur gilda um einkaþotur á Reykjavíkurflugvelli, hvernig er þeim framfylgt og hver framfylgir þeim?
     10.      Standa lög eða reglugerðir um Reykjavíkurflugvöll í vegi fyrir því að einkaþotum sé vísað á Keflavíkurflugvöll til lendingar í stað Reykjavíkurflugvallar?


Skriflegt svar óskast.