Ferill 182. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
156. löggjafarþing 2025.
Prentað upp.
Þingskjal 198 — 182. mál.
Skriflegt svar.
Fyrirspurn
til heilbrigðisráðherra um heilbrigðisstarfsmenn.
Frá Bryndísi Haraldsdóttur.
1. Hver hefur verið árangur þess að ljósmæðrum og hjúkrunarfræðingum var heimilað að ávísa hormónalyfjum til getnaðarvarna? Hefur það dregið úr álagi á lækna eða dreift því?
2. Telur ráðherra að hægt verði að útvíkka þessa heimild, t.d. þannig að fleiri heilbrigðisstarfsmenn geti gefið út vottorð fyrir barnshafandi konur?
3. Telur ráðherra þörf á því að virkja fleiri heilbrigðisstarfsmenn, t.d. sjúkraþjálfara, til fyrsta stigs þjónustu á heilsugæslustöðvum?
4. Telur ráðherra að ástæða sé til þess að fjölga sjúkraþjálfurum í hlutastarfi á heilsugæslustöðvum? Ef svo er, kemur til greina að ráða sjúkraþjálfara í fullt starf á heilsugæslustöðvum?
Skriflegt svar óskast.