Ferill 181. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
156. löggjafarþing 2025.
Þingskjal 197 — 181. mál.
Fyrirspurn
til heilbrigðisráðherra um áfengis- og vímuefnameðferðir erlendis.
Frá Bryndísi Haraldsdóttur.
1. Í hversu mörgum tilfellum hafa Sjúkratryggingar Íslands tekið þátt í að niðurgreiða áfengis- og vímuefnameðferðir erlendis síðastliðin fimm ár? Svar óskast sundurliðað eftir árum.
2. Hver er sýn ráðherra á mikilvægi niðurgreiðslu slíkra meðferða erlendis og er til skoðunar að gera samninga milli Sjúkratrygginga Íslands og erlendra meðferðaraðila?
Skriflegt svar óskast.