Ferill 177. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


156. löggjafarþing 2025.
Þingskjal 190  —  177. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um framkvæmd opinberra innkaupa.

Frá Sigurði Erni Hilmarssyni.


     1.      Hversu margir opinberir aðilar sem falla undir 3. gr. laga um opinber innkaup, nr. 120/2016, hafa boðið út opinber innkaup á síðastliðnum fimm árum? Svar óskast sundurliðað eftir:
                  a.      fjölda útboða á hvern opinberan aðila,
                  b.      tilboðsvali skv. 1.–3. tölul. 1. mgr. 79. gr. laga um opinber innkaup.
     2.      Hversu margir slíkir aðilar hafa gert rammasamning á síðastliðnum fimm árum? Svar óskast sundurliðað eftir fjölda rammasamninga hjá hverjum opinberum aðila.
     3.      Hversu margir slíkir aðilar hafa tekið hærra tilboði á grundvelli gæðamats skv. 3. tölul. 1. mgr. 79. gr. laga um opinber innkaup á síðastliðnum fimm árum? Svar óskast sundurliðað eftir fjölda útboða á hvern opinberan aðila skipt niður eftir hlutfalli verðs og gæða í tugprósentum talið (t.d. 90% verð og 10% gæði, 80% verð og 20% gæði, o.s.frv.).
     4.      Hver er heildarkostnaður íslenska ríkisins vegna tilvika þar sem lægsta verðtilboði hefur verið hafnað á grundvelli gæðamats, þ.e. hversu miklu hærri fjárhæð hefur íslenska ríkið greitt á síðastliðnum fimm árum vegna þess að valið var dýrara tilboð sem þótti betra að gæðum?


Skriflegt svar óskast.