Ferill 172. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Microsoft Word.
156. löggjafarþing 2025.
Þingskjal 184 — 172. mál.
Stjórnarfrumvarp.
Frumvarp til laga
um breytingu á lögum um rekstraraðila sérhæfðra sjóða og lögum um verðbréfasjóði (stjórnvaldsfyrirmæli).
Frá fjármála- og efnahagsráðherra.
I. KAFLI
Breyting á lögum um rekstraraðila sérhæfðra sjóða, nr. 45/2020.
1. gr.
2. gr.
II. KAFLI
Breyting á lögum um verðbréfasjóði, nr. 116/2021.
3. gr.
a. Við 2. mgr. bætist: skv. 107. gr.
b. 5. mgr. fellur brott.
4. gr.
a. 12. mgr. orðast svo:
Ráðherra er heimilt að setja reglugerð um framkvæmd þessa ákvæðis, svo sem um aðgengi lögbærra yfirvalda í gistiríki að upplýsingum og gögnum samkvæmt ákvæði þessu.
b. Ný málsgrein bætist við, svohljóðandi:
Seðlabanki Íslands skal setja reglur um form og efni staðlaðrar tilkynningar til notkunar fyrir verðbréfasjóði vegna tilkynningar samkvæmt ákvæði þessu, þar á meðal hvaða skjöl þurfi að þýða á önnur tungumál, form og efni staðfestingar Fjármálaeftirlits skv. 4. og 5. mgr. og verklag við upplýsingaskipti og notkun rafrænna samskipta á milli lögbærra yfirvalda vegna tilkynningar samkvæmt ákvæði þessu.
5. gr.
6. gr.
a. 8. tölul. 1. mgr. fellur brott.
b. 29. tölul. 1. mgr. orðast svo: Framkvæmd 100. gr., svo sem um aðgengi lögbærra yfirvalda í gistiríki að upplýsingum og gögnum samkvæmt ákvæðinu.
c. 31.–33. tölul. 1. mgr. falla brott.
d. Á eftir 13. tölul. 2. mgr. kemur nýr töluliður, svohljóðandi: Form og efni staðlaðrar tilkynningar til notkunar fyrir verðbréfasjóði vegna tilkynningar skv. 100. gr., þar á meðal hvaða skjöl þurfi að þýða á önnur tungumál, form og efni staðfestingar Fjármálaeftirlits skv. 4. og 5. mgr. 100. gr., verklag við upplýsingaskipti og notkun rafrænna samskipta á milli lögbærra yfirvalda vegna tilkynningar skv. 100. gr.
e. Við 2. mgr. bætast þrír nýir töluliðir, svohljóðandi:
19. Upplýsingaskipti milli lögbærra yfirvalda og milli Fjármálaeftirlitsins og ESMA, sbr. 127. gr.
20. Ferla við samstarf lögbærra yfirvalda um vettvangsathuganir eða rannsóknir, sbr. 128. gr.
21. Upplýsingaskipti milli lögbærra yfirvalda og milli Fjármálaeftirlitsins og ESMA, sbr. 129. gr.
7. gr.
Greinargerð.
Með lögum um rekstraraðila sérhæfðra sjóða, nr. 45/2020, hafa ákvæði tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2011/61/ESB frá 8. júní 2011 um rekstraraðila sérhæfðra sjóða og um breytingu á tilskipunum 2003/41/EB og 2009/65/EB og reglugerðum (EB) nr. 1060/2009 og (ESB) nr. 1095/2010 (hér eftir AIFMD-tilskipunin), auk síðari breytinga á tilskipuninni, verið innleidd. Með lögum um verðbréfasjóði, nr. 116/2021, hafa ákvæði tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/65/EB frá 13. júlí 2009 um samræmingu á lögum og stjórnsýslufyrirmælum að því er varðar verðbréfasjóði (hér eftir UCITS-tilskipunin) verið innleidd auk síðari breytinga á tilskipuninni.
Í tilskipununum með síðari breytingum eru víða ákvæði þar sem kveðið er á um heimildir framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (hér eftir ESB) til setningar Evrópugerða, svokallaðra undirgerða, til nánari útfærslu á reglum tilskipananna, m.a. á grundvelli tæknilegra framkvæmda- eða eftirlitsstaðla sem Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin (hér eftir ESMA) semji drög að. Í framangreindum lagabálkum er kveðið á um heimildir ráðherra til að setja reglugerðir og heimildir Seðlabanka Íslands til að setja reglur, einkum til innleiðingar á framangreindum undirgerðum. Í frumvarpi þessu eru lagðar til breytingar á tilteknum ákvæðum laganna um reglusetningarheimildir, bæði vegna nýrra gerða framkvæmdastjórnar ESB og einnig til lagfæringar á gildandi heimildum til setningar stjórnvaldsfyrirmæla.
Í umræddum undirgerðum sem settar hafa verið af hálfu framkvæmdastjórnar ESB er um að ræða einföldun og samræmingu á reglum um upplýsingaskipti á milli lögbærra yfirvalda og upplýsingagjöf rekstraraðila sjóða til lögbærra yfirvalda í tengslum við starfsemi sjóða og rekstraraðila sjóða yfir landamæri innan Evrópska efnahagssvæðisins (hér eftir EES). Þá er framkvæmd tilkynningarskyldu rekstraraðila sjóða til lögbærra yfirvalda gerð aðgengilegri og skýrari. Að hluta er um að ræða uppfærslu á eldri reglum.
Í frumvarpinu felst ekki innleiðing Evrópugerða, en markmið frumvarpsins er að mælt verði skýrt fyrir um heimildir stjórnvalda til að setja stjórnvaldsfyrirmæli til innleiðingar á Evrópugerðum sem ekki þarf lagasetningu til að innleiða. Meginmarkmið reglnanna, sem innleiddar verða með stjórnvaldsfyrirmælum, er að einfalda og auðvelda tilkynningar rekstraraðila sjóða vegna starfsemi yfir landamæri og upplýsingaskipti á milli lögbærra yfirvalda. Sú innleiðing er ekki talin hafa mikil áhrif á íslenskan fjármálamarkað.
2. Tilefni og nauðsyn lagasetningar.
Meginmarkmið frumvarpsins er að kveða skýrt á um lagastoð til innleiðingar á Evrópugerðum með stjórnvaldsfyrirmælum varðandi tilkynningar og upplýsingagjöf í tengslum við starfsemi sjóða og rekstraraðila sjóða yfir landamæri innan EES. Með tillögum um breytingar á lögum um rekstraraðila sérhæfðra sjóða og lögum um verðbréfasjóði í frumvarpi þessu, bæði að því er varðar reglusetningarheimildir vegna nýrra undirgerða framkvæmdastjórnar ESB og vegna eldri reglusetningarheimilda, er áformað að heimildir til að setja stjórnvaldsfyrirmæli í framangreindum lagabálkum endurspegli verkaskiptingu sem viðhöfð hefur verið á milli fjármála- og efnahagsráðuneytisins og Seðlabanka Íslands á síðustu árum við innleiðingu undirgerða frá stofnunum ESB. Tíðkast hefur að Seðlabankinn innleiði Evrópugerðir sem byggjast á tæknistöðlum frá evrópsku eftirlitsstofnununum á fjármálamarkaði þar sem hann á áheyrnaraðild hjá stofnununum og tekur þátt í starfi vinnuhópa á þeirra vegum sem fást við mótun tæknistaðla. Ráðuneytið innleiðir aftur á móti að jafnaði aðrar gerðir sem koma frá stofnunum ESB með stjórnvaldsfyrirmælum, þurfi ekki lagabreytingu til innleiðingarinnar.
Þær undirgerðir sem settar hafa verið og fyrir liggur að þurfi að innleiða með stjórnvaldsfyrirmælum með stoð í lögunum eru:
a. framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/910 frá 15. desember 2023 um tæknilega framkvæmdarstaðla fyrir beitingu tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/65/EB að því er varðar snið og inntak upplýsinganna sem tilkynna skal að því er varðar starfsemi verðbréfasjóða yfir landamæri, rekstrarfélög verðbréfasjóða, skipti á upplýsingum milli lögbærra yfirvalda með tilkynningarbréfum yfir landamæri, og um breytingu á reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 584/2010,
b. framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/912 frá 15. desember 2023 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/61/ESB að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla sem tilgreina upplýsingarnar sem tilkynna skal í tengslum við starfsemi rekstraraðila sérhæfðra sjóða yfir landamæri og
c. framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/913 frá 15. desember 2023 um tæknilega framkvæmdarstaðla fyrir beitingu tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2011/61/ESB að því er varðar snið og inntak upplýsinganna sem tilkynna skal að því er varðar starfsemi rekstraraðila sérhæfðra sjóða yfir landamæri og skipti á upplýsingum milli lögbærra yfirvalda með tilkynningarbréfum yfir landamæri.
Þá hafa þegar verið innleiddar tvær undirgerðir með stoð í reglusetningarheimildum í tilskipununum, en það eru reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 584/2010 frá 1. júlí 2010 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/65/EB að því er varðar snið og inntak staðlaðrar tilkynningar og staðfestingar á verðbréfasjóði, notkun rafrænna samskipta milli lögbærra yfirvalda vegna tilkynninga og verklagsreglur vegna sannprófunar á staðnum og rannsókna sem og upplýsingaskipti milli lögbærra yfirvalda, sem innleidd hefur verið með reglugerð ráðherra um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 584/2010 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/65/EB að því er varðar snið og inntak staðlaðrar tilkynningar og staðfestingar á verðbréfasjóði, notkun rafrænna samskipta milli lögbærra yfirvalda vegna tilkynninga og verklagsreglur vegna sannprófunar á staðnum og rannsókna sem og upplýsingaskipti milli lögbærra yfirvalda, nr. 984/2013, og tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2010/42/ESB frá 1. júlí 2010 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/65/EB að því er varðar tiltekin ákvæði varðandi samruna sjóða, skipan höfuðsjóða og fylgisjóða og tilkynningaraðferð, sem innleidd hefur verið með reglugerð ráðherra um samruna sjóða, skipan höfuðsjóða og fylgisjóða og tilkynningaraðferð, nr. 472/2014. Gera þarf breytingar á lagastoð fyrir stjórnvaldsfyrirmæli þar sem þessar gerðir eru innleiddar og einnig breytingar á innleiðingu þessara gerða í íslenskan rétt.
Tímanleg innleiðing Evrópugerða sem eru teknar upp í EES-samninginn samræmist markmiðum stjórnvalda um góða framkvæmd samningsins. Markmiðið með innleiðingu á ákvæðum umræddra Evrópugerða í íslenskan rétt með stjórnvaldsfyrirmælum er að samræma þær reglur sem gilda hér á landi við þær sem gilda innan EES um tilkynningar og upplýsingagjöf í tengslum við starfsemi sjóða og rekstraraðila sjóða yfir landamæri innan EES og gæta þannig að hagsmunum markaðarins og fjárfesta.
3. Meginefni frumvarpsins.
Lagðar eru til nokkrar breytingar á lögum um rekstraraðila sérhæfðra sjóða og lögum um verðbréfasjóði til að unnt verði að leiða í íslenskan rétt efni Evrópugerða sem teknar hafa verið upp í EES-samninginn og sem unnið er að upptöku á í samninginn.
3.1. Breyting á lögum um rekstraraðila sérhæfðra sjóða, nr. 45/2020.
Lögð er til breyting á 117. gr. laga um rekstraraðila sérhæfðra sjóða til breytingar á gildandi reglusetningarheimild Seðlabanka Íslands þannig að hún verði skýrari og þar með fullnægjandi til innleiðingar á nýjum undirgerðum. Settar hafa verið reglugerðir framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/912 þar sem framkvæmd tilkynningarskyldu rekstraraðila sjóða til lögbærra yfirvalda er gerð aðgengilegri og skýrari, og (ESB) 2024/913 um einföldun og samræmingu á upplýsingaskiptum á milli lögbærra yfirvalda og rekstraraðila sjóða til lögbærra yfirvalda, sem fyrirhugað er að innleiddar verði á grundvelli þeirra reglusetningarheimilda sem lagðar eru til í frumvarpinu. Gerðirnar hafa verið teknar upp í EES-samninginn með annars vegar ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 127/2024 frá 12. júní 2024, sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins, nr. 72 frá 3. október 2024, bls. 22, og hins vegar ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 215/2024 frá 23. september 2024, sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins, nr. 92 frá 19. desember 2024, bls. 59.
Þá er lögð til breyting á heiti VIII. kafla laganna til að kaflaheitið endurspegli skýrar efni kaflans.
3.2. Breyting á lögum um verðbréfasjóði, nr. 116/2021.
Lagðar eru til breytingar á 26., 100., 127.–129. og 134. gr. laganna, annars vegar til að laga samræmi við reglusetningarheimildir í UCITS-tilskipuninni og hins vegar til að gæta samræmis við þá verkaskiptingu sem fjármála- og efnahagsráðuneytið og Seðlabanki Íslands hafa viðhaft við innleiðingu Evrópugerða í íslenskan rétt með stjórnvaldsfyrirmælum.
Lagðar eru til breytingar á 100. gr. laganna, en í 12. mgr. er kveðið á um reglugerðarheimild ráðherra varðandi markaðssetningu íslenskra verðbréfasjóða í öðrum ríkjum innan EES. Í þeim tilgangi að endurspegla betur framangreinda verkaskiptingu er lagt til að ákvæðinu verði breytt þannig að ráðherra sé heimilt að setja reglugerð um aðgengi lögbærra yfirvalda í gistiríki verðbréfasjóðs að tilteknum upplýsingum og gögnum, sbr. heimild í UCITS-tilskipuninni fyrir framkvæmdastjórn ESB til setningar framseldra gerða.
Jafnframt er lagt til að ný málsgrein bætist við 100. gr. þar sem kveðið verði á um heimild Seðlabanka Íslands til reglusetningar um form og innihald tilkynninga rekstrarfélaga verðbréfasjóða og staðfestingar lögbærra yfirvalda og um upplýsingaskipti á milli lögbærra yfirvalda, sbr. heimild í UCITS-tilskipuninni fyrir framkvæmdastjórn ESB til setningar undirgerða á grundvelli tæknistaðla sem útbúnir eru af hálfu ESMA. Sams konar breytingar eru lagðar til á 1. og 2. mgr. 134. gr. laganna. Sett hefur verið reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/910 um einföldun og samræmingu upplýsingaskipta á milli lögbærra yfirvalda og rekstraraðila sjóða til lögbærra yfirvalda, sem fyrirhugað er að innleidd verði á grundvelli þeirra reglusetningarheimilda sem lagðar eru til í frumvarpinu. Unnið er að upptöku reglugerðarinnar í EES-samninginn.
Þá eru lagðar til breytingar á 26. gr. laganna til að gæta betur samræmis við UCITS-tilskipunina. Þær breytingar sem lagðar eru til á 127.–129. gr. og 134. gr. laganna byggjast á framangreindri verkaskiptingu ráðuneytisins og Seðlabanka Íslands.
4. Samræmi við stjórnarskrá og alþjóðlegar skuldbindingar.
Fyrirhuguð lagasetning varðar skuldbindingar Íslands samkvæmt EES-samningnum. Íslandi ber skv. 7. gr. samningsins um Evrópska efnahagssvæðið að taka upp í landsrétt Evrópugerðir sem eru teknar upp í samninginn. Nauðsynlegt er að lagaheimildir til þess séu til staðar og séu skýrar. Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á lögum um rekstraraðila sérhæfðra sjóða og laga um verðbréfasjóði til að gera stjórnvöldum kleift að innleiða í íslenskan rétt Evrópugerðir sem settar eru með stoð í tilskipunum sem þegar hafa verið innleiddar í íslenskan rétt.
Frumvarpið þykir ekki fela í sér álitaefni sem kalli á sérstaka umfjöllun um samræmi við stjórnarskrá eða alþjóðlegar skuldbindingar.
5. Samráð.
Frumvarpið var samið í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í samráði við Seðlabanka Íslands. Áform um frumvarpið voru kynnt í samráðsgátt stjórnvalda á vefnum Ísland.is 28. janúar 2025 (mál nr. S-6/2025) og var opið fyrir umsagnir til 11. febrúar 2025. Engin umsögn barst. Frumvarpsdrög voru birt til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda 12. febrúar 2025 og frestur til umsagna veittur til 28. febrúar 2025 (mál nr. S-27/2025). Engin umsögn barst.
6. Mat á áhrifum.
Fyrirhuguð lagasetning er ekki talin hafa veruleg áhrif og hefur ekki áhrif á fjárhag ríkisins. Hún getur þó greitt fyrir tímanlegri innleiðingu Evrópugerða sem eru teknar upp í EES-samninginn. Meginmarkmið Evrópugerðanna sem fyrirhugað er að verði innleiddar með stjórnvaldsfyrirmælum með stoð í þeim lögum sem í frumvarpi þessu er lagt til að verði breytt er að einfalda og auðvelda tilkynningar sjóða og rekstraraðila sjóða vegna starfsemi yfir landamæri og upplýsingaskipti á milli lögbærra yfirvalda. Ekki er talið að mikill kostnaður og fyrirhöfn verði af innleiðingu löggjafarinnar.
Um einstakar greinar frumvarpsins.
Um 1. gr.
Um 2. gr.
Um 3. gr.
Einnig er lagt til að 5. mgr. 26. gr. falli brott. Í 4. og 6. gr. frumvarpsins er lagt til að Seðlabanki Íslands fái reglusetningarheimild til innleiðingar á framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnar (ESB) 2024/910 þar sem útfærð eru ákvæði UCITS-tilskipunarinnar um form og efni upplýsinga sem veita ber í tilkynningu í tengslum við starfsemi verðbréfasjóðs yfir landamæri og upplýsingaskipti á milli lögbærra yfirvalda í tengslum við slíkar tilkynningar. Gert er ráð fyrir því að Seðlabanki Íslands setji reglur til innleiðingar gerðarinnar. Ekki hefur verið sett reglugerð með stoð í 5. mgr. 26. gr. og er ekki talin þörf á því að hafa heimildina í lögum.
Um 4. gr.
Í 12. mgr. 100. gr. laganna er því áfram kveðið á um lagastoð fyrir 49.–51. gr. reglugerðar ráðherra nr. 472/2014 sem innleiðir 30.–33. gr. tilskipunar framkvæmdastjórnarinnar 2010/42/ESB, sem útfæra 93. gr., sbr. 1. mgr. 95. gr. UCITS, en í nýrri 13. mgr. er kveðið á um lagastoð fyrir innleiðingu með stjórnvaldsfyrirmælum á reglugerð (ESB) 2024/910 sem m.a. útfærir einnig 93. gr., sbr. 2. mgr. 95. gr. UCITS, sem innleidd er með 100. gr. laganna.
Helgast framsetning gildandi laga af því að við setningu þeirra var í gildi reglugerð ráðherra nr. 984/2013, sem sett var með stoð í eldri lögum um verðbréfasjóði, nr. 128/2011, og sem innleiddi í íslenskan rétt reglugerð (ESB) 584/2010. Nú hefur verið sett framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnar (ESB) 2024/910 sem kveður m.a. á um breytingar á reglugerð (ESB) 584/2010 varðandi framsetningu og ferli við tilkynningar rekstrarfélaga verðbréfasjóða á starfsemi yfir landamæri og þykir þá rétt að færa reglusetningarheimildirnar til samræmis við það verklag sem unnið hefur verið eftir síðustu ár. Reglugerð ráðherra nr. 984/2013 verður felld úr gildi verði frumvarp þetta að lögum.
Um 5. og 6. gr.
Þá er lagt er til að 8. tölul. 1. mgr. 134. gr. falli brott, en sambærileg reglugerðarheimild er felld brott úr 26. gr. laganna. Sjá umfjöllun um breytingar á henni í skýringum við 3. gr. frumvarpsins.
Varðandi breytingar sem lagðar eru til í d-lið ákvæðisins vísast til skýringa við 4. gr. frumvarpsins.
Um 7. gr.