Ferill 171. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
Lög
um breytingu á lögum um opinber fjármál, nr. 123/2015 (stöðugleikaregla o.fl.).
________
1. gr.
3. Greinargerð um hvernig skilyrði 1. tölul. 7. gr. verði uppfyllt samkvæmt stefnumörkun um útgjaldavöxt A1-hluta ríkissjóðs og einnig um fjármögnun hans með sérstökum ráðstöfunum til tekjuöflunar ef útgjaldavöxturinn er umfram hámarkið eða um lækkun útgjaldavaxtar niður fyrir hámarkið ef gerðar eru ráðstafanir til að draga úr tekjuöflun.
4. Greinargerð um sett markmið og forsendur fyrir því hvernig skuldaþróun muni samrýmast skilyrði 2. tölul. 7. gr. innan ásættanlegs tíma ef skilyrðið er ekki uppfyllt á tímabili stefnunnar.
2. gr.
Reynist hagþróun og efnahagsforsendur fyrir áætlanagerð víkja í teljandi mæli frá því sem gert er ráð fyrir í gildandi fjármálastefnu er heimilt að aðlaga stefnumið um afkomu- og skuldaþróun A1-hluta hins opinbera í sama mæli. Sama gildir um aukin framlög til öryggis- og varnarmála. Að öðru leyti er gert ráð fyrir að stjórnvöld beiti viðeigandi ráðstöfunum, ef á þarf að halda, til að tryggja að afkoma í fjármálaáætlun og fjárlögum verði í samræmi við markmið fjármálastefnunnar. Mat á frávikum frá upprunalegum efnahagsforsendum og mat á því hvort og í hvaða mæli það hefur áhrif á stefnuferla skal birt í greinargerð með fjármálaáætlun.
3. gr.
a. 1. tölul. orðast svo: Að útgjöld A1-hluta ríkissjóðs skuli vaxa að hámarki um 2% að raunvirði á ári. Skilyrðið tekur ekki til útgjalda vegna fjárfestinga, vaxta, lífeyrisskuldbindinga, afskrifta skattkrafna og annarra tapaðra krafna, tjónabóta, meiri háttar náttúruhamfara, ríkisábyrgða, framlaga til Atvinnuleysistryggingasjóðs og framlaga til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.
b. Við 2. tölul. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Ef hlutfallið er hærra skal setja fram greinargerð um skuldaþróun, sbr. 4. tölul. 2. mgr. 4. gr.
c. 3. tölul. fellur brott.
d. Við bætast tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
Við mat á hámarki raunvaxtar útgjalda hvers árs samkvæmt skilyrði 1. tölul. 1. mgr. skal taka tillit til áhrifa sérstakra ráðstafana í tekjuöflun ríkissjóðs til hækkunar eða lækkunar. Við matið skulu áhrif tekjuráðstafana einnig metin á raunvirði hvers árs miðað við vísitölu neysluverðs.
Ráðherra skal endurskoða hámark fyrir útgjaldavöxt skv. 1. tölul. 1. mgr. á fimm ára fresti á grundvelli opinberra spáa um meðalvöxt framleiðslugetu þjóðarbúsins til lengri tíma litið og birta það í byrjun næsta árs.
4. gr.
Hlutverk fjármálaráðs er:
1. Að leggja mat á hvort fjármálastefna og fjármálaáætlun fylgi þeim grunngildum sem talin eru í 2. mgr. 6. gr. og skilyrðum skv. 7. gr.
2. Að leggja mat á hvort viðmið fjármálastefnu og fjármálaáætlunar um hámark fyrir svigrúm til vaxtar ríkisútgjalda að raunvirði skv. 7. gr. byggist á raunhæfum forsendum.
3. Að veita álit á mati stjórnvalda á áhrifum breyttra efnahagsforsendna frá samþykkt fjármálastefnu á afkomu- og skuldaþróun í fjármálaáætlunum.
4. Að leggja mat á stefnu stjórnvalda um skuldaþróun í fjármálastefnu, m.a. með hliðsjón af greinargerð um hana skv. 4. tölul. 2. mgr. 4. gr.
5. Að vakta og greina þróun framleiðni í hagkerfinu.
6. Að birta opinberlega álitsgerðir ráðsins um fjármálastefnu og fjármálaáætlun og árlega skýrslu með greiningu á stöðu og horfum um framleiðni og samkeppnishæfni hagkerfisins.
5. gr.
_____________
Samþykkt á Alþingi 5. júlí 2025.