Ferill 170. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


156. löggjafarþing 2025.
Þingskjal 438  —  170. mál.




Svar


fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Dagbjörtu Hákonardóttur um breytingar á sköttum og gjöldum.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hvaða skattar og gjöld hækkuðu frá ársbyrjun 2023 til ársloka 2024? Svar óskast sundurliðað eftir árum, með upplýsingum um árlegar tekjur af hverri hækkun um sig og um aðgerðir vegna sérstakra aðstæðna.
     2.      Hvaða skattar og gjöld lækkuðu frá ársbyrjun 2023 til ársloka 2024? Svar óskast sundurliðað eftir árum, með upplýsingum um árlegan kostnað af hverri lækkun um sig og um aðgerðir vegna sérstakra aðstæðna.


    Í meðfylgjandi töflu sjást helstu breytingar á skattalögum sem hafa haft í för með sér auknar eða minni tekjur ríkissjóðs frá ársbyrjun 2023 til ársloka 2024. Taflan miðast við breytingar á skattalögum sem lögfestar voru frá upphafi 153. löggjafarþings til loka 154. löggjafarþings. Á 155. löggjafarþingi voru ekki afgreiddar neinar skattkerfisbreytingar með tekjuáhrif sem tóku gildi fyrir árslok 2024. Í töflunni má sjá áætluð bein fyrstu áhrif á tekjur ríkissjóðs, sundurgreind eftir árum og einstökum sköttum. Ekki eru meðtalin óbein afleidd áhrif sem eiga sér stað síðar vegna áhrifa skattkerfisbreytinganna á hegðun, hagstærðir og skattstofna. Fyrirspurnin er túlkuð á þá vegu að með aðgerðum vegna sérstakra aðstæðna sé vísað til tímabundinna aðgerða og eru þær því merktar sem slíkar. Breytingunum er raðað í tímaröð.
    Hér er farið yfir þau skilyrði sem taflan miðast við.
     1.      Breytingar sem eru lögfestar á 153.–154. löggjafarþingi.
     2.      Breytingar sem hafa marktæk, metanleg og veruleg tekjuáhrif á ríkissjóð.
     3.      Breytingar sem hafa mjög lítil tekjuáhrif (almennt er miðað við minna en 0,005% af VLF) eru ekki meðtaldar nema breytingin sé nýr skattur eða skattastyrkur eða tekjuáhrifin séu meginmarkmiðið.
     4.      Bein hliðaráhrif innan sama skatts eða yfir á aðra skatta eru meðtalin.
     5.      Breytingar á krónutölugjöldum eru aðeins meðtaldar að því marki sem þær eru meiri eða minni en sem nemur verðbólgu á næstliðnu ári, þ.e. raunbreytingar.
     6.      Veiðigjöld eru ekki meðtalin þar sem þau eru ekki flokkuð sem skattar í tekjuflokkunarkerfi fjárlaga eða ríkisreiknings.
    Eins og fram kemur í niðurstöðulínum töflunnar voru samanlögð áhrif þessara skattahækkana og skattalækkana um 10,3 milljarðar kr. til lækkunar árið 2023 en um 3,0 milljarðar kr. til hækkunar árið 2024.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.