Ferill 170. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
156. löggjafarþing 2025.
Þingskjal 181 — 170. mál.
Fyrirspurn
til fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar á sköttum og gjöldum.
Frá Dagbjörtu Hákonardóttur.
1. Hvaða skattar og gjöld hækkuðu frá ársbyrjun 2023 til ársloka 2024? Svar óskast sundurliðað eftir árum, með upplýsingum um árlegar tekjur af hverri hækkun um sig og um aðgerðir vegna sérstakra aðstæðna.
2. Hvaða skattar og gjöld lækkuðu frá ársbyrjun 2023 til ársloka 2024? Svar óskast sundurliðað eftir árum, með upplýsingum um árlegan kostnað af hverri lækkun um sig og um aðgerðir vegna sérstakra aðstæðna.
Skriflegt svar óskast.