Ferill 160. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
Lög
um breytingu á lögum um sviðslistir, nr. 165/2019 (ópera).
________
1. gr.
a. 1. mgr. orðast svo:
Ráðherra skipar sjö fulltrúa í þjóðleikhúsráð til fimm ára í senn. Fagfélög innan Sviðslistasambands Íslands tilnefna þrjá fulltrúa og Klassís, fagfélag klassískra söngvara á Íslandi, einn fulltrúa. Ráðherra skipar þrjá fulltrúa án tilnefningar og skal einn þeirra vera formaður. Varamenn skulu skipaðir á sama hátt. Að jafnaði skal ekki skipa sama aðalmann í þjóðleikhúsráð lengur en tvö samfelld starfstímabil.
b. Í stað orðsins „leikhúsreksturinn“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: rekstur Þjóðleikhússins og óperunnar.
2. gr.
a. (8. gr. a.)
Hlutverk og helstu verkefni.
Verkefnaval skal vera fjölbreytt og viðburðir aðgengilegir. Miða skal við að árlega sé á dagskrá flutningur á íslensku verki eftir því sem aðstæður leyfa. Óperan annast einnig fræðslu- og kynningarstarf og stendur fyrir samstarfsverkefnum í öllum landshlutum. Óperunni er heimilt að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi.
b. (8. gr. b.)
Óperustjóri.
Óperustjóri stýrir óperunni, er í fyrirsvari fyrir hana, markar listræna stefnu hennar og ákveður listrænt teymi fyrir hverja uppfærslu. Óperustjóri heyrir undir þjóðleikhússtjóra í skipuriti og skal eiga samráð við hann um gerð fjárhagsáætlana og meiri háttar ákvarðanir er varða rekstur óperunnar.
Hæfnisnefnd skv. 1. mgr. er fimm manna nefnd sem skal sérstaklega skipuð í hvert sinn sem skipa á nýjan óperustjóra. Hana skipa þjóðleikhússtjóri, formaður þjóðleikhúsráðs, sá fulltrúi þjóðleikhúsráðs sem tilnefndur er af Klassís, fagfélagi klassískra söngvara á Íslandi, annar fulltrúi þjóðleikhúsráðs sem ráðherra skipar án tilnefningar auk eins fulltrúa sem ráðherra skipar sérstaklega til setu í nefndinni og skal sá jafnframt hafa staðgóða þekkingu af vettvangi óperulista. Ráðherra tilnefnir formann nefndarinnar.
c. (8. gr. c.)
Samstarf og rekstur.
Óperan skal kosta kapps um samstarf við stofnanir, félög og aðra sem starfa að sömu markmiðum. Í því skyni skal m.a. gera hópum á sviði óperulista kleift að taka þátt í starfi óperunnar. Óperan stuðlar jafnframt að fræðslu- og kynningarstarfi í samvinnu við skóla og menntastofnanir og gerir nemendum og almenningi kleift að kynnast starfsemi hennar. Óperan tekur þátt í alþjóðlegu samstarfi eftir því sem við verður komið, sbr. 8. gr. a.
d. (8. gr. d.)
Fjárhagur og gjaldtaka.
3. gr.
4. gr.
Ráðherra er heimilt að setja nánari ákvæði um framkvæmd þessara laga í reglugerð, þ.m.t. um eftirtalda þætti:
a. Starfsemi Þjóðleikhússins, sbr. II. kafla, m.a. um nýtingu húsnæðis þess, sbr. 7. gr.
b. Starfsemi óperunnar, sbr. II. kafla A, m.a. um hlutverk hennar í þróun og frumflutningi nýrra íslenskra verka, sbr. 8. gr. a, og um samstarf hennar við aðra aðila sem vinna að sömu markmiðum, sbr. 2. mgr. 8. gr. c.
c. Rekstur Þjóðleikhússins og óperunnar, sbr. 1. mgr. 8. gr. c, þ.m.t. um samstarf og hlutverkaskiptingu þjóðleikhússtjóra og óperustjóra, gerð og samþykkt fjárhagsáætlana og eftirlit með þeim, fyrirkomulag ráðninga hjá óperunni og um samrekstur Þjóðleikhúss og óperunnar að öðru leyti.
d. Starfsemi Íslenska dansflokksins, sbr. III. kafla.
e. Starfsemi kynningarmiðstöðvar sviðslista, sbr. 18. gr.
5. gr.
6. gr.
Ráðherra skal skipa samstarfsnefnd sem kanna skal frekari samþættingu óperunnar, Þjóðleikhússins og Íslenska dansflokksins. Nefndin skal m.a. kanna möguleika á, og meta ávinning af, auknum samrekstri fag- og stoðdeilda. Nefndin skili ráðherra skýrslu með niðurstöðum sínum fyrir lok árs 2027.
7. gr.
Innan sex vikna frá gildistöku laganna skal ráðherra fullskipa þjóðleikhúsráð, sbr. 1. gr., og auglýsa embætti óperustjóra ásamt því að skipa hæfnisnefnd, sbr. b-lið 2. gr.
8. gr.
a. Við 12. tölul. 1. mgr. 22. gr. laganna bætist: og óperustjóri.
b. Á eftir orðinu „skattrannsóknarstjóra“ í 2. málsl. 1. mgr. 39. gr. laganna kemur: óperustjóra.
_____________
Samþykkt á Alþingi 5. júlí 2025.