Ferill 154. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


156. löggjafarþing 2025.
Þingskjal 252  —  154. mál.




Svar


dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Jóni Gnarr um ættarnöfn.


     1.      Hver eru 30 algengustu ættarnöfn, íslensk og erlend, sem skráð eru í þjóðskrá? Hversu margir bera hvert ættarnafn?
    Í töflu að aftan má sjá lista með algengustu ættarnöfnum, bæði íslenskum og erlendum, sem skráð eru í þjóðskrá og fjölda þeirra sem bera hvert ættarnafn. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands er umrædd vinnsla ekki fullkomlega nákvæm þar sem ekki er unnt að taka einungis ættarnöfn úr grunni þjóðskrár. Grunnurinn er settur saman úr ættarnöfnum og kenninöfnum sem taka til kenningar til foreldra. Þó má ætla að listinn sé nokkuð nákvæmur. Þá eru í listanum fleiri en 30 ættarnöfn þar sem ekki er gerður greinarmunur á íslenskum og erlendum ættarnöfnum.
    Úttekt þessi er unnin úr gögnum í einstaklingaskrá og nafnaskrá. Kenninöfn eru sundurliðuð á bilum og þeim raðað eftir fjölda. Minni háttar handvirkar lagfæringar þurfti að gera þar sem samsett ættarnöfn komu ekki rétt fram við vinnslu. Á það t.d. við um orðin „de“ og „da“ sem eru hluti af samsettu nafni.

1. Nguyen 615 26. Martin 179 51. Hall 136 76. Sandholt 110
2. Blöndal 472 27. Bui 178 52. Nowak 136 77. Þormar 109
3. Hansen 458 28. Pereira 176 53. Tran 134 78. Laxdal 108
4. Thorarensen 354 29. Lopez 173 54. Berndsen 131 79. Gröndal 107
5. Rodriguez 351 30. Sanchez 169 55. Christensen 129 80. Jörgensen 106
6. Andersen 329 31. Fjeldsted 166 56. Ramos 128 81. Pinto 106
7. Santos 321 32. Pedersen 164 57. Beck 127 82. Bender 105
8. Nielsen 317 33. Kvaran 161 58. Clausen 126 83. Hoang 104
9. Garcia 291 34. Martins 160 59. Ottesen 125 84. Holm 101
10. Olsen 289 35. Hernandez 158 60. Bachmann 124 85. Ahmed 100
11. Jensen 283 36. Hjaltested 158 61. Cruz 124 86. Kolbeins 100
12. Möller 253 37. Da Silva 156 62. Ali 123 87. Fernandes 99
13. Thoroddsen 244 38. Larsen 156 63. Almeida 121 88. Berg 98
14. Scheving 230 39. Martinez 151 64. Stephensen 121 89. Hafberg 98
15. Bergmann 225 40. Norðdahl 149 65. Hólm 120 90. Johnsen 97
16. Briem 218 41. Johnson 148 66. Diaz 119 91. Kowalczyk 97
17. Thorlacius 217 42. Fernandez 147 67. Nasser 118 92. Snædal 95
18. Waage 209 43. Gurung 147 68. Ribeiro 118
19. Perez 202 44. Oliveira 144 69. Lund 116
20. Gonzalez 200 45. Sousa 144 70. Johansen 115
21. Smith 200 46. Rodrigues 143 71. Gomes 114
22. Ferreira 196 47. Gomez 142 72. Kjærnested 114
23. Pham 195 48. Albayyouk 139 73. Norðfjörð 114
24. Petersen 188 49. Richter 137 74. Ruiz 113
25. Hjaltalín 182 50. Costa 136 75. Schram 111

     2.      Hvernig gerir Þjóðskrá Íslands greinarmun á íslenskum og erlendum ættarnöfnum?
    Þjóðskrá Íslands heldur ekki utan um skráningu er varðar uppruna ættarnafna og gerir því ekki greinarmun á íslenskum og erlendum ættarnöfnum. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands styðst stofnunin hins vegar við skrána Ættarnöfn á Íslandi á vef Árnastofnunar til að afla upplýsinga um hvort nöfn hafi stöðu ættarnafns hér á landi.