Ferill 153. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
156. löggjafarþing 2025.
Þingskjal 159 — 153. mál.
Fyrirspurn
til heilbrigðisráðherra um skráningu slysa.
Frá Ingibjörgu Davíðsdóttur.
1. Hvernig er skráningu slysa háttað? Hvernig eru gögn slysaskrár, sem hafa ekki verið gæðaprófuð síðan árið 2013, gæðaprófuð nú í ljósi þess að á island.is er engar upplýsingar að finna frá árinu 2019 um fjölda skráðra slysa?
2. Hver hélt utan um slysaskrá til loka ársins 2019?
3. Hve mörg slys voru skráð á árunum 2020–2024 eftir tegundum að aftan? Svar óskast sundurliðað að auki eftir mánuðum, vikudögum og tíma sólarhrings, og eftir kyni og aldri þess sem varð fyrir slysi:
a. Umferðarslys.
b. Sjóslys.
c. Flugslys.
d. Vinnuslys.
e. Heima- og frístundaslys.
f. Íþróttaslys.
g. Skólaslys.
h. Önnur slys.
Skriflegt svar óskast.