Ferill 152. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
156. löggjafarþing 2025.
Prentað upp.
Þingskjal 158 — 152. mál.
Ráðherra.
Fyrirspurn
til atvinnuvegaráðherra um þjóðar- og fæðuöryggi.
Frá Ingibjörgu Davíðsdóttur.
1. Hvaða viðbragðsáætlanir eru fyrir hendi ef flutningsleiðir til og frá landinu lokast?
2. Hvaða stjórnvaldsfyrirmæli eru til um lágmarksbirgðir matvæla og aðfanga til matvælaframleiðslu í landinu?
3. Hverjar eru birgðir matvæla í dag?
4. Hverjar eru birgðir aðfanga í dag?
5. Hvað er áætlað að birgðir, þ.e. matvæli og aðföng, dugi lengi?
6. Hvernig vinna stjórnvöld að því að tryggja fæðuöryggi þjóðarinnar, í ljósi þess að þjóðaröryggi verður ekki tryggt án þess?
Skriflegt svar óskast.