Ferill 15. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
156. löggjafarþing 2025.
Þingskjal 15 — 15. mál.
Frumvarp til laga
um breytingu á lögum um þjóðlendur, nr. 58/1998 (málsmeðferð).
Flm.: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
1. gr.
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. skal óbyggðanefnd ekki taka landsvæði utan strandlengju meginlandsins til meðferðar.
2. gr.
3. gr.
Um kröfur vegna landsvæða utan strandlengju meginlandsins sem lýst var fyrir óbyggðanefnd fyrir gildistöku laga þessara fer samkvæmt lögum þessum.
Greinargerð.
Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á heimildum óbyggðanefndar til að fjalla um tiltekin svæði. Lagt er til að óbyggðanefnd taki ekki landsvæði utan strandlengju meginlandsins til meðferðar.
Óbyggðanefnd tók svæði 12, eyjar og sker, sem tekur til landsvæða utan strandlengju meginlandsins, til meðferðar 19. apríl 2023. Endurskoðaðar kröfur fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins um þjóðlendur á svæðinu bárust óbyggðanefnd 9. október 2024. Óbyggðanefnd kallaði eftir kröfum þeirra sem kynnu að eiga öndverðra hagsmuna að gæta og skyldi kröfum lýst skriflega fyrir 14. febrúar 2025.
Þar sem óbyggðanefnd hefur tekið til meðferðar landsvæði utan strandlengju meginlandsins hafa endurskoðaðar kröfur fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins um þjóðlendur á svæðinu þegar borist nefndinni auk þess sem óbyggðanefnd hefur kallað eftir kröfum þeirra sem kunna að eiga öndverðra hagsmuna að gæta. Því er lagt til að lögin öðlist þegar gildi og að um kröfur vegna landsvæða utan strandlengju meginlandsins, sem lýst hafi verið fyrir gildistöku laganna, fari samkvæmt ákvæðum frumvarpsins, þ.e. að óheimilt verði að fjalla frekar um þær.