Ferill 136. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


156. löggjafarþing 2025.
Þingskjal 410  —  136. mál.




Svar


fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Ingibjörgu Isaksen um tekjur eldri borgara.


    Eftirfarandi svar er unnið upp úr frumálagningargögnum Skattsins fyrir tekjuárið 2023, sem jafnframt eru nýjustu tekjuupplýsingar um einstaklinga. Almennt er talað um eldri borgara í vinnumarkaðslegu samhengi sem einstakling sem hefur náð 67 ára aldri. Eldri borgari verður því skilgreindur hér sem einstaklingur sem hefur náð 67 ára aldri. Ekki er kveðið á um lágmarkslaun í íslenskum lögum. Eftirfarandi svar byggist á lægstu launum í launatöflu hjá fullvinnandi einstaklingi, sem var í stéttarfélagi á tekjuárinu 2023, sem námu 402.235 kr. á mánuði eða 4.826.820 kr. á ársgrundvelli. Til grundvallar tekjum er miðað við tekjustofn, þ.m.t. fjármagnstekjur, sem m.a. liggur til grundvallar útreikningi bótafjárhæða tekjuskattskerfisins.

     1.      Hversu hátt hlutfall eldri borgara er með tekjur undir lágmarkslaunum? Svar óskast sundurliðað eftir kyni, aldri og búsetu.
    Tafla 1 sýnir hlutfall eldri borgara sem hafa tekjustofn undir lægstu launum í launatöflu á vinnumarkaði, flokkað eftir landshluta, kyni og aldursbili. Töluverður breytileiki er á hlutfallinu eftir landshlutum og aldursbili. Að jafnaði eru um 27% karla undir skilgreindu viðmiði og 40% kvenna. Hlutfallið fer hækkandi með aldri, sem kann að skýrast af minni lífeyrisréttindum þeirra sem eldri eru og tilfærslu eigna á milli kynslóða.

Tafla 1. Hlutföll eldri borgara með tekjur undir lægstu fjárhæð í launatöflu á almennum vinnumarkaði eftir landshluta, kyni og aldursbili.

Aldursbil
Búseta

Kyn

67–71

72–76 77–81 82–86 87–91 92+
Austurland Karl 37,1% 27,2% 16,3% 23,3% 35,0% 57,9%
Kona 36,5% 37,9% 41,8% 40,0% 49,2% 81,0%
Höfuðborgarsvæðið Karl 20,4% 18,0% 19,4% 21,5% 28,7% 36,2%
Kona 25,9% 28,4% 31,1% 32,4% 35,1% 43,9%
Norðurland eystra Karl 12,9% 10,6% 14,0% 21,5% 37,5% 44,4%
Kona 28,0% 31,1% 34,7% 35,3% 40,4% 60,5%
Norðurland vestra Karl 15,8% 17,5% 16,8% 22,7% 43,6% 34,8%
Kona 25,7% 28,8% 36,4% 32,1% 37,2% 61,8%
Suðurland Karl 17,9% 16,9% 19,4% 28,1% 38,3% 41,7%
Kona 31,3% 37,3% 43,0% 41,0% 39,3% 59,1%
Suðurnes Karl 22,9% 16,4% 15,8% 17,0% 26,5% 60,4%
Kona 39,3% 39,5% 37,1% 40,5% 45,9% 65,0%
Vestfirðir
Karl 16,1% 13,7% 19,8% 27,3% 41,7% 65,2%
Kona 31,3% 43,7% 29,7% 21,5% 55,3% 56,5%
Vesturland Karl 16,4% 16,1% 14,7% 22,2% 34,9% 48,6%
Kona 27,7% 32,0% 39,0% 38,7% 47,3% 57,1%

     2.      Hvernig skiptist þessi hópur eftir hjúskaparstöðu og tekjum maka? Óskað er eftir að sundurliðun sýni hvort einstaklingarnir:
                  a.      búa einir og eru í lægstu tekjutíundunum,
    Eldri borgarar sem eru með tekjustofn undir lægstu launum í launatöflu á vinnumarkaði eru almennt í lægstu tekjutíundunum, gefið að tekjutíundum sé raðað upp á ómeðhöndlað gagnasafn eftir tekjustofni líkt og hér er gert. Tafla 2 sýnir hvernig hlutfall einstæðra eldri borgara sem eru undir skilgreindu viðmiði og eru í þremur neðstu tekjutíundunum skiptist eftir búsetu, kyni og aldursbili. Þvert á alla aldurshópa og landshluta er hlutfall karla 76% og kvenna 59% að jafnaði en miklu getur munað á pöruðum samanburði einstakra breyta.

Tafla 2. Hlutfall eldri borgara með tekjustofn undir lægsta launataxta á vinnumarkaði sem búa einir og eru í lægstu tekjutíundum eftir landshluta, kyni og aldursbili.

Aldursbil
Búseta

Kyn

67–71

72–76 77–81 82–86 87–91 92+
Austurland Karl 93,1% 89,6% 70,6% 42,9% 90,0% 88,9%
Kona 39,7% 28,3% 29,3% 48,0% 90,9% 100,0%
Höfuðborgarsvæðið Karl 77,0% 74,2% 71,4% 68,0% 77,8% 83,8%
Kona 60,5% 55,3% 53,9% 62,8% 76,7% 95,2%
Norðurland eystra Karl 64,0% 84,1% 80,9% 68,6% 80,0% 93,1%
Kona 43,8% 35,8% 36,6% 52,4% 70,4% 100,0%
Norðurland vestra Karl 64,3% 69,6% 63,6% 80,0% 86,7% 85,7%
Kona 33,3% 20,8% 48,3% 52,4% 76,9% 100,0%
Suðurland Karl 69,4% 70,5% 59,1% 71,2% 82,9% 90,5%
Kona 31,3% 31,0% 29,7% 53,9% 78,4% 87,5%
Suðurnes Karl 79,5% 71,2% 63,6% 60,0% 78,6% 82,6%
Kona 58,6% 44,6% 42,0% 54,3% 85,7% 90,9%
Vestfirðir
Karl 71,4% 87,5% 76,9% 85,7% 75,0% 93,3%
Kona 53,2% 68,3% 41,2% 54,5% 85,0% 83,3%
Vesturland Karl 63,9% 78,9% 66,7% 66,7% 76,9% 76,9%
Kona 45,5% 58,6% 29,1% 52,0% 73,9% 86,2%

                  b.      eru í sambúð/giftir einstaklingum með sambærilegar tekjur,
    Af þeim sem eru í sambúð með einstaklingum með tekjur innan .10% vikmarka er hlutfall kvenna 91% en hjá körlum 79%. Tafla 3 lýsir þessu nánar og sýnir jafnframt að heilt yfir er tekjubil þessa hóps ekki á breiðu bili. Einnig er vert að nefna að undirliggjandi fjöldi er mjög breytilegur eftir landshlutum.

Tafla 3. Hlutfall eldri borgara með tekjustofn undir lægsta launataxta á vinnumarkaði sem eru í sambúð með einstaklingi með sambærilegar tekjur eftir landshluta, kyni og aldursbili.

Aldursbil
Búseta

Kyn

67–71

72–76 77–81 82–86 87–91 92+
Austurland Karl 93,8% 85,7% 93,3% 86,7% 66,7% 50,0%
Kona 91,9% 98,4% 96,5% 95,5% 100,0%
Höfuðborgarsvæðið Karl 83,7% 79,5% 81,2% 84,8% 78,0% 77,8%
Kona 90,9% 92,6% 93,1% 94,5% 90,2% 81,8%
Norðurland eystra Karl 92,6% 91,7% 88,5% 81,3% 58,8% 50,0%
Kona 93,3% 99,4% 96,7% 96,8% 67,9%
Norðurland vestra Karl 81,3% 72,7% 100,0% 85,7% 75,0% 100,0%
Kona 88,1% 97,6% 97,0% 92,3% 100,0%
Suðurland Karl 93,6% 86,8% 89,3% 79,5% 64,9% 86,7%
Kona 96,6% 97,4% 94,9% 92,3% 80,0% 62,5%
Suðurnes Karl 83,0% 90,0% 90,0% 100,0% 100,0% 50,0%
Kona 93,1% 97,4% 97,4% 91,7% 90,9% 100,0%
Vestfirðir
Karl 76,9% 100,0% 100,0% 60,0% 50,0% 0,0%
Kona 97,4% 90,9% 88,2% 100,0% 50,0% 100,0%
Vesturland Karl 94,7% 81,8% 94,7% 92,9% 62,5% 50,0%
Kona 95,5% 97,3% 98,7% 93,8% 93,3% 20,0%

                  c.      eru í sambúð/giftir einstaklingum með hærri tekjur.
    Af þeim sem eru í sambúð með einstaklingi með hærri tekjur eru karlar líklegri að vera í sambúð með konu með hærri tekjur, eða 17% að jafnaði, á meðan hlutfall kvenna sem eiga maka með hærri tekjur er 15%.

Tafla 4. Hlutfall eldri borgara með tekjustofn undir lægsta launataxta á vinnumarkaði sem eru í sambúð með einstaklingum með hærri tekjur eftir landshluta, kyni og aldursbili.

Aldursbil
Búseta

Kyn

67–71

72–76 77–81 82–86 87–91 92+
Austurland Karl 6,3% 0,0% 13,3% 13,3% 0,0% 0,0%
Kona 9,7% 7,8% 12,3% 13,6% 66,7%
Höfuðborgarsvæðið Karl 12,0% 15,1% 24,8% 22,2% 20,7% 25,9%
Kona 7,2% 6,5% 6,6% 10,6% 18,9% 27,3%
Norðurland eystra Karl 0,0% 12,5% 15,4% 18,8% 5,9% 0,0%
Kona 7,3% 2,9% 5,0% 12,7% 39,3%
Norðurland vestra Karl 12,5% 18,2% 23,1% 0,0% 50,0% 0,0%
Kona 16,7% 14,6% 9,1% 15,4% 0,0%
Suðurland Karl 10,7% 18,3% 25,0% 23,5% 31,3% 0,0%
Kona 4,4% 7,9% 14,1% 9,6% 20,0% 50,0%
Suðurnes Karl 8,5% 20,0% 30,0% 14,3% 37,5% 33,3%
Kona 9,2% 7,0% 2,6% 13,9% 9,1% 25,0%
Vestfirðir
Karl 15,4% 0,0% 14,3% 0,0% 50,0% 100,0%
Kona 7,7% 9,1% 5,9% 0,0% 25,0% 50,0%
Vesturland Karl 7,9% 13,6% 21,1% 0,0% 12,5% 16,7%
Kona 4,5% 9,5% 9,2% 9,4% 20,0% 60,0%