Ferill 130. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
Lög
um breytingu á raforkulögum, nr. 65/2003 (raforkuöryggi).
________
1. gr.
Viðmið um fullnægjandi raforkuöryggi.
1. Langtímaframboði orkukosta.
2. Að framleiðslu- og flutningsgeta fullnægi áætlaðri aukinni eftirspurn til næstu tveggja til fimm ára.
3. Framleiðsluöryggi til eins árs.
4. Rauntímaöryggi, þ.e. að sú framleiðslu- og flutningsgeta sem er þegar til staðar nýtist ávallt til að anna rauntímaeftirspurn.
Umhverfis- og orkustofnun skal leggja mat á raforkuöryggi skv. 1. mgr. í samvinnu við flutningsfyrirtækið út frá áætlaðri þróun á framleiðslugetu og eftirspurn. Umhverfis- og orkustofnun skal ársfjórðungslega birta mat á stöðu raforkuöryggis.
Nánari reglur um framkvæmd mats á raforkuöryggi skulu settar í reglugerð. Í reglugerð skal m.a. nánar kveðið á um framkvæmd matsins, birtingu og hlutverk Umhverfis- og orkustofnunar og flutningsfyrirtækisins auk skila á gögnum, tegundar þeirra, gæða og skilafrests. Þá skal í reglugerð kveðið á um útfærslu viðmiða skv. 1. mgr. og skilgreiningu öryggismarka. Í reglugerð skal einnig skilgreina grunnkröfur sem gerðar eru til raforku- og aflspáa sem liggja matinu til grundvallar.
2. gr.
a. Á eftir 8. tölul. kemur nýr töluliður, svohljóðandi: Markaðsaðili: Hver sá einstaklingur eða lögaðili sem stundar viðskipti með heildsöluorkuafurð í atvinnuskyni eða annast slík viðskipti í umboði annars.
b. Á eftir orðinu „raforku“ í 18. tölul. kemur: á viðráðanlegu verði.
3. gr.
a. Í stað orðsins „vinnslufyrirtæki“ í 1. tölul. 4. mgr. kemur: markaðsaðila.
b. Á eftir 4. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
Flutningsfyrirtækið skal við kerfisstjórnun leita tilboða eða sjá til þess að tilboða sé leitað um breytingu á notkun miðað við aðstæður í raforkukerfinu. Slíkar ráðstafanir skulu til þess fallnar að stuðla að afhendingaröryggi og hagkvæmni í raforkukerfinu.
c. 9. mgr. orðast svo:
Ef ófyrirséð og/eða óviðráðanleg atvik valda því að framboð raforku fullnægir ekki eftirspurn ber flutningsfyrirtækinu að grípa til skömmtunar raforku til dreifiveitna og notenda. Við skömmtun skulu dreifiveitur njóta forgangs að því marki sem nauðsynlegt er svo að þær geti sinnt forgangsröðun skv. 7. mgr. 16. gr. Við skömmtun skal að öðru leyti gæta jafnræðis og byggja á málefnalegum sjónarmiðum sem nánar skulu útfærð í reglugerð.
4. gr.
Ef ófyrirséð og/eða óviðráðanleg atvik valda því að framboð raforku fullnægir ekki eftirspurn á dreifiveitusvæði og önnur úrræði duga ekki til ber viðkomandi dreifiveitu að grípa til skömmtunar raforku til notenda. Við skömmtun skulu njóta forgangs heimilisnotendur og mikilvægir samfélagsinnviðir. Við skömmtun skal að öðru leyti gæta jafnræðis og byggja á málefnalegum sjónarmiðum sem nánar skulu útfærð í reglugerð.
5. gr.
6. gr.
_____________
Samþykkt á Alþingi 5. júlí 2025.