Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 540, 156. löggjafarþing 129. mál: umhverfismat framkvæmda og áætlana (samræming við EES-reglur).
Lög nr. 25 28. maí 2025.

Lög um breytingu á lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana, nr. 111/2021 (samræming við EES-reglur).


1. gr.

     Við a-lið 1. mgr. 2. gr. laganna bætist: sem marka stefnu fyrir leyfisveitingar til framkvæmda sem tilgreindar eru í 1. viðauka við lög þessi.

2. gr.

     Í stað talnanna „10“ og „50“ í tölul. 3.08 og 3.09 í 1. viðauka við lögin kemur: 40; og: 80.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 22. maí 2025.