Ferill 128. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
156. löggjafarþing 2025.
Þingskjal 129 — 128. mál.
Fyrirspurn
til fjármála- og efnahagsráðherra um innflutning og sölu áfengis.
Frá Sigurði Inga Jóhannssyni.
1. Telur ráðherra að allur innflutningur og sala áfengis standist skatta- og tollalög?
2. Hvað hefur verið gert í ráðuneytinu á undanförnum fimm árum, á grundvelli skatta- og tollalaga, til að hafa eftirlit með því að innflutningur og sala áfengis fari fram með löglegum hætti?
3. Hver hefur þróun á heildarinnflutningi áfengis verið ár hvert sl. tíu ár? Svar óskast sundurliðað eftir magni sem hefur farið til hvers flokks viðtakenda, þ.e. til ÁTVR, til smásala og til annarra, t.d. netsala.
Skriflegt svar óskast.
Greinargerð.