Ferill 118. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
156. löggjafarþing 2025.
Prentað upp.
Þingskjal 568 — 118. mál.
Flutningsmenn.
2. umræða.
Breytingartillaga
við frumvarp til laga um breytingu á lögum um sjúkratryggingar, nr. 112/2008 (ýmsar breytingar).
Frá Ingibjörgu Isaksen, Rósu Guðbjartsdóttur og Njáli Trausta Friðbertssyni.
Á eftir 1. efnismgr. 9. gr. komi ný málsgrein, svohljóðandi:
Áður en greiðsluþátttaka er samþykkt skv. 1. mgr. skal sjúkratryggingastofnunin með sannanlegum hætti ganga úr skugga um að sambærileg meðferð sé ekki í boði hér á landi hjá einkaaðila að teknu tilliti til sömu viðmiða um heilsufarsástand, þróun sjúkdóms og biðtíma þjónustu.
Greinargerð.