Ferill 111. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Microsoft Word.
156. löggjafarþing 2025.
Þingskjal 111 — 111. mál.
Stjórnarfrumvarp.
Frumvarp til laga
um greiðslur yfir landamæri í evrum.
Frá fjármála- og efnahagsráðherra.
1. gr.
Lögfesting.
Ákvæði reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 260/2012 frá 14. mars 2012 um að koma á tæknilegum og viðskiptalegum kröfum fyrir millifærslur fjármuna og beingreiðslur í evrum og um breytingu á reglugerð (EB) nr. 924/2009, sem er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 56 frá 10. október 2013, bls. 133–148, skulu hafa lagagildi hér á landi með þeim aðlögunum sem leiðir af ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 86/2013 frá 3. maí 2013, sem er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 61 frá 31. október 2013, bls. 58–59, og bókun 1 um altæka aðlögun við EES-samninginn, sbr. lög um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 2/1993, þar sem bókunin er lögfest, með breytingum samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 248/2014 frá 26. febrúar 2014 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 260/2012 um umskipti yfir í millifærslur fjármuna og beingreiðslur á vettvangi Sambandsins, sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 8 frá 5. febrúar 2015, bls. 594–596.
Í lögum þessum er vísað til reglugerða (ESB) 2021/1230 og (ESB) nr. 260/2012 með aðlögunum og breytingum skv. 1. og 2. mgr. sem reglugerða (ESB) 2021/1230 og (ESB) nr. 260/2012.
2. gr.
Skýring hugtaka.
1. Ákvæði tilskipunar (ESB) 2015/2366: Ákvæði laga um greiðsluþjónustu.
2. Einstaklingar eða lögaðilar sem um getur í 32. gr. tilskipunar (ESB) 2015/2366: Greiðsluþjónustuveitandi skv. g-lið 23. tölul. 3. gr., sbr. 34. gr., laga um greiðsluþjónustu, nr. 114/2021.
3. Flokkar lögaðila sem um getur í 1. mgr. 1. gr. tilskipunar (ESB) 2015/2366: Greiðsluþjónustuveitandi skv. a–f-lið 23. tölul. 3. gr. laga um greiðsluþjónustu, nr. 114/2021.
4. Gjald við umreikning gjaldmiðils skv. 2. mgr. 59. gr. tilskipunar (ESB) 2015/2366: Gjald við umreikning gjaldmiðils skv. 2. mgr. 45. gr. laga um greiðsluþjónustu, nr. 114/2021.
5. Kröfur um upplýsingar sem mælt er fyrir um í 1. mgr. 45. gr., 3. lið 52. gr. og 2. mgr. 59. gr. tilskipunar (ESB) 2015/2366: Upplýsingar og skilmálar skv. 1. mgr. 49. gr., 2. mgr. 45. gr. og 3. tölul. 54. gr. laga um greiðsluþjónustu, nr. 114/2021.
6. Millifærsla fjármuna samkvæmt tilskipun (ESB) 2015/2366: Millifærsla fjármuna skv. 27. tölul. 3. gr. laga um greiðsluþjónustu, nr. 114/2021.
7. Rafeyrir skv. 2. lið 2. gr. tilskipunar 2009/110/EB: Rafeyrir skv. 5. tölul. 4. gr. laga um útgáfu og meðferð rafeyris, nr. 17/2013.
Eftirfarandi hugtök í reglugerð (ESB) nr. 260/2012 hafa svofellda merkingu:
1. Flokkar sem um getur í 1. mgr. 1. gr. tilskipunar 2007/64/EB: Greiðsluþjónustuveitandi skv. a–f-lið 23. tölul. 3. gr. laga um greiðsluþjónustu, nr. 114/2021.
2. Greiðslukerfi sem tilgreind eru í tilskipun 98/26/EB: Kerfi samkvæmt lögum um öryggi fyrirmæla í greiðslukerfum og verðbréfauppgjörskerfum.
3. Lögaðilar og einstaklingar sem um getur í 26. gr. tilskipunar 2007/64/EB: Greiðsluþjónustuveitandi skv. g-lið 23. tölul. 3. gr., sbr. 34. gr., laga um greiðsluþjónustu, nr. 114/2021.
4. Peningasendingar skv. 13. lið 4. gr. tilskipunar 2007/64/EB: Peningasending skv. 30. tölul. 3. gr. laga um greiðsluþjónustu, nr. 114/2021.
5. Rafeyrir skv. 2. lið 2. gr. tilskipunar 2009/110/EB: Rafeyrir skv. 5. tölul. 4. gr. laga um útgáfu og meðferð rafeyris, nr. 17/2013.
6. Samstarf lögbærra yfirvalda skv. 24. gr. tilskipunar 2007/64/EB: Samstarf lögbærra yfirvalda skv. 32. gr. laga um greiðsluþjónustu, nr. 114/2021.
7. Skuldbindingar samkvæmt landslögum um framkvæmd tilskipunar 95/46/EB: Ákvæði laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.
8. Upplýsingagjöf greiðsluþjónustuveitanda í samræmi við 41. og 42. gr. tilskipunar 2007/64/EB: Upplýsingagjöf greiðsluþjónustuveitanda skv. 53. og 54. gr. laga um greiðsluþjónustu, nr. 114/2021.
3. gr.
Eftirlit og eftirlitsheimildir.
Fjármálaeftirlitið annast eftirlit samkvæmt lögum þessum. Um eftirlitið fer samkvæmt ákvæðum laga þessara og laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.
4. gr.
Stjórnvaldssektir.
Sektir geta numið frá 500 þús. kr. til 800 millj. kr. en geta þó verið hærri eða allt að 10% af heildarveltu samkvæmt síðasta samþykkta ársreikningi greiðsluþjónustuveitandans eða 10% af síðasta samþykkta samstæðureikningi ef greiðsluþjónustuveitandinn er hluti af samstæðu.
Þrátt fyrir 2. mgr. er heimilt að ákvarða stjórnvaldssekt sem nemur allt að tvöfaldri þeirri fjárhæð sem fjárhagslegur ávinningur greiðsluþjónustuveitanda af brotinu nemur eða tapi sem forðað er með broti.
Ákvarðanir Fjármálaeftirlitsins um stjórnvaldssektir eru aðfararhæfar. Sektir renna í ríkissjóð að frádregnum kostnaði við innheimtuna. Séu stjórnvaldssektir ekki greiddar innan mánaðar frá ákvörðun Fjármálaeftirlitsins skal greiða dráttarvexti af fjárhæð sektarinnar. Um ákvörðun og útreikning dráttarvaxta fer eftir lögum um vexti og verðtryggingu.
5. gr.
Saknæmi.
6. gr.
Ákvörðun stjórnvaldssekta.
a. alvarleika brots,
b. hvað brotið hefur staðið yfir lengi,
c. ábyrgðar hins brotlega,
d. fjárhagsstöðu hins brotlega, sér í lagi með hliðsjón af heildarársveltu hins brotlega,
e. þýðingar ávinnings eða taps sem forðað var með broti fyrir hinn brotlega,
f. hvort brot hafi leitt til taps þriðja aðila,
g. hvers konar mögulegra kerfislegra áhrifa brotsins,
h. samstarfsvilja hins brotlega,
i. fyrri brota hins brotlega og hvort um ítrekað brot er að ræða,
j. ráðstafana sem hinn brotlegi gerir eftir brotið til að koma í veg fyrir endurtekningu þess.
7. gr.
Sátt.
Seðlabanki Íslands setur reglur um framkvæmd 1. mgr.
8. gr.
Frestur til að beita stjórnvaldssektum.
Frestur skv. 1. mgr. rofnar þegar Fjármálaeftirlitið tilkynnir aðila um upphaf rannsóknar á meintu broti. Rof frests hefur réttaráhrif gagnvart öllum sem staðið hafa að broti.
9. gr.
Gildistaka.
Við gildistöku laga þessara falla lög um greiðslur yfir landamæri í evrum, nr. 78/2014, úr gildi.
10. gr.
Breyting á öðrum lögum.
Greinargerð.
Frumvarp þetta var samið í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Í því er lagt til að innleidd verði í íslenskan rétt ákvæði reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2021/1230 frá 14. júlí 2021 um greiðslur yfir landamæri í Sambandinu (kerfisbinding). Einnig er lagt til að ákvæði reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 260/2012 frá 14. mars 2012 um að koma á tæknilegum og viðskiptalegum kröfum fyrir millifærslur fjármuna og beingreiðslur í evrum og um breytingu á reglugerð (EB) nr. 924/2009 hafi áfram lagagildi.
2. Tilefni og nauðsyn lagasetningar.
Með reglugerð (ESB) 2021/1230 eru sameinuð ákvæði reglugerðar (EB) nr. 924/2009 frá 16. september 2009 um greiðslur yfir landamæri í Bandalaginu og um niðurfellingu á reglugerð (EB) nr. 2560/2001, tiltekin ákvæði reglugerðar (ESB) nr. 260/2012 og ákvæði reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/518 frá 19. mars 2019 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 924/2009 að því er varðar tiltekin gjöld vegna greiðslna yfir landamæri í Sambandinu og gjöld vegna umreiknings gjaldmiðils.
Eftirfarandi er meginefni reglugerðar (ESB) 2021/1230:
1. Meginreglan um jöfn gjöld: Gjöld sem greiðsluþjónustuveitandi leggur á notanda greiðsluþjónustu fyrir greiðslur í evrum yfir landamæri skulu vera þau sömu og gjöld sem greiðsluþjónustuveitandi leggur á samsvarandi greiðslur innan lands með sama virði í gjaldmiðli aðildarríkisins þar sem greiðsluþjónustuveitandi notanda greiðsluþjónustu er staðsettur. Meginregla þessi, sem kemur fram í 3. gr. reglugerðar (ESB) 2021/1230, miðaði áður eingöngu við samsvarandi landsbundnar greiðslur að sömu fjárhæð í evrum en var breytt með reglugerð (ESB) 2019/518.
2. Gagnsæi við gjaldmiðilsumreikning: Með reglugerð (ESB) 2019/518 voru kynntar til sögunnar viðbótarráðstafanir til að vernda neytendur gegn óhóflegum gjöldum vegna gjaldmiðilsumreiknings. Ráðstöfununum er ætlað að tryggja að neytendur fái þær upplýsingar sem þeir þurfa um kostnað við gjaldmiðilsumreikning svo þeir geti tekið upplýsta ákvörðun. Samkvæmt þeim ber greiðsluþjónustuveitendum að tilgreina á skýran hátt öll gjöld fyrir umreikning gjaldmiðils í tengslum við kortatengdar greiðslur í hraðbanka eða á sölustað og við millifærslu fjármuna.
3. Skylda greiðsluþjónustuveitanda til að tilkynna notanda um IBAN og BIC: Til að auðvelda sjálfvirkni greiðslna skal greiðsluþjónustuveitandi þegar við á tilkynna notanda um alþjóðlegt bankareikningsnúmer notandans (IBAN) og auðkenniskóða banka greiðsluþjónustuveitandans (BIC). Einnig skal greiðsluþjónustuveitandi þegar við á tilgreina alþjóðlegt bankareikningsnúmer notanda greiðsluþjónustunnar og auðkenniskóða banka greiðsluþjónustuveitandans í reikningsyfirliti eða í viðauka við það. Þessar upplýsingar skulu veittar notanda greiðsluþjónustunnar án endurgjalds.
4. Aðeins heimilt að leggja á viðbótargjöld ef vikið er frá hefðbundinni framkvæmd að beiðni notanda: Greiðsluþjónustuveitanda er heimilt að leggja á viðbótargjöld ef notandi greiðsluþjónustu óskar eftir því að greiðsla sé framkvæmd án þess að notast við IBAN-númer bankareiknings síns og BIC-númer banka greiðsluþjónustuveitanda, að því gefnu að gjöldin séu kynnt notanda með góðum fyrirvara og þau séu samþykkt sérstaklega bæði af notanda greiðsluþjónustu og greiðsluþjónustuveitanda. Gjöldin skulu vera viðeigandi og í samræmi við kostnað greiðsluþjónustuveitanda.
5. Bann við kvöðum um skýrslugjöf á grundvelli uppgjörs vegna hagskýrslugerðar: Ekki má leggja skyldur á greiðsluþjónustuveitendur um skýrslugjöf á grundvelli uppgjörs vegna hagskýrslugerðar um greiðslujöfnuð í tengslum við greiðslur viðskiptavina þeirra. Þetta á þó ekki við ef um er að ræða samantekin gögn eða aðrar fyrirliggjandi upplýsingar sem máli skipta, að því tilskildu að söfnunin hafi ekki áhrif á samfellda vinnslu greiðslna og að greiðsluþjónustuveitandi geti framkvæmt hana algerlega sjálfvirkt.
Eftirfarandi eru helstu efnisákvæði reglugerðar (ESB) nr. 260/2012:
1. Krafa um aðgengileika greiðslureikninga: Eigi að vera unnt að framkvæma millifærslu fjármuna, þ.m.t. beingreiðslur, er gerð sú krafa að greiðslureikningur viðtakanda greiðslu sé aðgengilegur fyrir hann vegna greiðslna yfir landamæri.
2. Krafa um rekstrarsamhæfni greiðslukerfa: Gerð er krafa um rekstrarsamhæfni greiðslukerfa sem felur fyrst og fremst í sér að sömu reglur skulu gilda um greiðslukerfi sem greiðsluþjónustuveitendur nota til að framkvæma beingreiðslur eða millifærslur í evrum óháð því hvort um greiðslu innan lands er að ræða eða greiðslu yfir landamæri.
3. Nota skal IBAN-númer til að auðkenna greiðslureikninga og skeyti skulu uppfylla kröfur ISO 20022 XML-staðalsins: Við framkvæmd millifærslu fjármuna og beingreiðslufærslu skal nota IBAN-númer til að auðkenna greiðslureikninga. Við sendingu skeyta á milli greiðsluþjónustuveitenda skal form þeirra uppfylla kröfur ISO 20022 XML-staðalsins.
4. Óheimilt að tilgreina í hvaða aðildarríki mótaðili er: Bæði viðtakanda greiðslu og greiðanda er óheimilt að tilgreina í hvaða aðildarríki greiðslureikningur mótaðila skal vera, að því tilskildu að greiðslureikningurinn sé aðgengilegur í skilningi 3. gr. reglugerðar (ESB) nr. 260/2012.
5. Takmarkanir og sannprófanir beingreiðslufærslna: Greiðandi skal hafa heimild til að gefa greiðsluþjónustuveitanda sínum fyrirmæli um að takmarka beingreiðsluinnheimtu við ákveðna fjárhæð, tíðni eða hvort tveggja. Greiðandi getur einnig gefið fyrirmæli um að sannprófa skuli hverja beingreiðslufærslu áður en greiðslureikningur er skuldfærður. Auk þess getur hann gefið fyrirmæli um að stöðva beingreiðslur, takmarka þær eða heimila aðeins að uppfylltum nánari skilyrðum.
Reglugerðir (EB) nr. 924/2009 og (ESB) nr. 260/2012 voru innleiddar í íslenskan rétt með lögum um greiðslur yfir landamæri í evrum, nr. 78/2014. Breyta þarf lögum til að innleiða ákvæði reglugerðar (ESB) 2021/1230.
3. Meginefni frumvarpsins.
Frumvarpinu er ætlað að innleiða í íslenskan rétt ákvæði reglugerðar (ESB) 2021/1230. Lagt er til að reglugerðin verði tekin upp í íslenskan rétt með svokallaðri tilvísunaraðferð og þá að fullu innleidd sem slík samkvæmt orðanna hljóðan í samræmi við a-lið 7. gr. EES-samningsins, sbr. lög um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 2/1993. Í frumvarpinu er einnig gert ráð fyrir því að ákvæði reglugerðar (ESB) nr. 260/2012 hafi áfram lagagildi. Ekki er lagt til að gengið verði lengra við innleiðinguna en lágmarkskröfur reglugerðanna áskilja.
Reglugerðirnar fela aðildarríkjum að ákveða lögbært yfirvald til að hafa eftirlit með því að farið sé eftir ákvæðum þeirra og setja reglur um viðurlög við brotum. Í reglugerðunum er ekki kveðið á um tiltekin fjárhæðarmörk sekta heldur aðeins að viðurlögin skuli vera skilvirk, í réttu hlutfalli við brot og hafa varnaðaráhrif. Ákvæði frumvarpsins um fjárhæðamörk sekta og ákvörðun þeirra taka mið af lögum um greiðsluþjónustu, nr. 114/2021.
Báðar reglugerðirnar hafa einnig að geyma ákvæði um að aðildarríki skuli útfæra einkaréttarleg úrræði utan dómstóla til að leysa ágreiningsmál milli notenda greiðsluþjónustu og greiðsluþjónustuveitenda hvað varðar réttindi og skyldur aðila samkvæmt ákvæðum reglugerðanna. Slík úrlausnarleið er þegar til staðar þar sem notendur greiðsluþjónustu geta skotið ágreiningi sínum gagnvart greiðsluþjónustuveitendum til úrskurðaraðila samkvæmt lögum um úrskurðaraðila á sviði neytendamála, nr. 81/2019, sbr. 1. mgr. 104. gr. laga um greiðsluþjónustu, nr. 114/2021. Á sviði fjármálamarkaðar er starfandi úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki sem viðskiptamenn geta leitað til.
Í 13. gr. reglugerðar (ESB) 2021/1230 er að finna ákvæði sem varðar beitingu reglugerðarinnar á aðra gjaldmiðla en evru. Ákvæðið heimilar aðildarríkjum þar sem evra er ekki gjaldmiðill að rýmka gildissvið reglugerðarinnar svo hún taki einnig til greiðslna yfir landamæri í gjaldmiðli viðkomandi ríkja. Slík heimild var jafnframt í 14. gr. reglugerðar (EB) nr. 924/2009. Í almennum hluta greinargerðar frumvarpi því sem varð að lögum nr. 78/2014 var tekið fram að ekki væri lagt til að nýta þessa heimild til rýmkunar á gildissviði reglugerðar (EB) nr. 924/2009 þar sem hætta væri á því að slíkt hefði neikvæð kostnaðaráhrif á notendur greiðsluþjónustu innan lands. Með sömu rökum er í frumvarpi þessu ekki lögð til breyting á því fyrirkomulagi.
Þá er vert að nefna að í 3. mgr. 3. gr. reglugerðar (ESB) 2021/1230 er kveðið á um heimild lögbærra yfirvalda til að gefa út leiðbeiningar um tilgreiningu á samsvarandi greiðslum innan lands ef þau telja það nauðsynlegt, í tengslum við mat greiðsluþjónustuveitanda á gjaldtöku fyrir greiðslu yfir landamæri. Í frumvarpi þessu er ekki gert ráð fyrir heimild Seðlabankans til að setja nánari reglur um framkvæmd laga þessara, þ.m.t. um hvað teljist samsvarandi greiðslur. Slíka reglusetningarheimild má finna í 5. gr. laga nr. 78/2014. Í 3. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar er ekki gert ráð fyrir bindandi reglum heldur leiðbeiningum og hefur Fjármálaeftirlitið heimild til að gefa út leiðbeinandi tilmæli á grundvelli 2. mgr. 8. gr. laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, nr. 87/1998.
4. Samræmi við stjórnarskrá og alþjóðlegar skuldbindingar.
Atvinnufrelsi nýtur verndar 1. mgr. 75. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, nr. 33/1944. Þessu frelsi má þó setja skorður með lögum, enda krefjist almannahagsmunir þess og gætt sé jafnræðis, sbr. 1. mgr. 65. gr. stjórnarskrárinnar. Þau inngrip í starfsemi greiðsluþjónustuveitenda sem frumvarpið gerir ráð fyrir byggjast á lögum, styðja við almannahagsmuni af skilvirkum greiðslum í evrum yfir landamæri og taka jafnt til aðila sem eru í sambærilegri stöðu. Því er talið að frumvarpið fullnægi kröfum stjórnarskrárinnar.
Íslandi ber skv. a-lið 7. gr. samningsins um Evrópska efnahagssvæðið að taka upp í landsrétt gerðir sem samsvara reglugerðum Evrópusambandsins og eru teknar upp í samninginn. Ísland verður því þjóðréttarlega skuldbundið til að innleiða reglugerð (ESB) 2021/1230 þegar hún hefur verið tekin upp í samninginn og er skuldbundið til að tryggja að reglugerð (ESB) nr. 260/2012 gildi áfram.
5. Samráð.
Frumvarpið var samið í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í samráði við Seðlabanka Íslands.
Áformaskjal var birt til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda á vefnum Ísland.is 11. til 27. desember 2023 (mál nr. S-257/2023), en engin umsögn barst.
Frumvarpsdrög voru birt til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda á vefnum Ísland.is 17. september til 1. október 2024 (mál nr. S-182/2024), en engin umsögn barst.
6. Mat á áhrifum.
Veigamesta breytingin sem lögfesting frumvarpsins hefur í för með sér er líklega rýmkun meginreglunnar um jöfn gjöld á greiðslur í evrum yfir landamæri. Rýmkuð meginregla felur í sér að gjöld fyrir greiðslur í evrum til annars EES-ríkis skuli vera þau sömu og fyrir samsvarandi greiðslur innan lands í innlendum gjaldmiðli, en áður var aðeins miðað við samsvarandi greiðslur innan lands í evrum. Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabanka Íslands kostaði rafræn millifærsla í evrum af bankareikningi í eigu einstaklings á Íslandi á bankareikning innan EES-svæðisins að meðaltali 750 kr. árið 2023. Seðlabankinn áætlar að heildarkostnaður einstaklinga af slíkum millifærslum hafi numið um 130 millj. kr. árið 2023, en ekki liggja fyrir upplýsingar fyrir árið 2024. Sambærilegar greiðslur innan lands í íslenskum krónum eru almennt ókeypis. Fyrirséð er því að breytingin hafi töluverð áhrif á gjaldtöku vegna greiðslna yfir landamæri í evrum, til sparnaðar fyrir greiðendur en lækkunar á tekjum greiðsluþjónustuveitenda. Lagasetningin leiðir einnig til bættrar upplýsingagjafar til greiðenda um gjöld vegna gjaldmiðilsumreiknings.
Ekki er talið að lögfesting frumvarpsins hafi stjórnsýslulegar afleiðingar aðrar en þær sem þegar leiðir af lögum nr. 78/2014. Ekki er gert ráð fyrir því að hún muni hafa aukinn kostnað í för með sér fyrir ríkissjóð.
Um einstakar greinar frumvarpsins.
Um 1. gr.
Í ákvæðinu er lagt til að ákvæði reglugerðar (ESB) 2021/1230, eins og hún hefur verið aðlöguð og tekin upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 170/2024, frá 5. júlí 2024, fái lagagildi hér á landi. Þá er ákvæðum reglugerðar (ESB) nr. 260/2012, sem innleidd var með lögum nr. 78/2014, tryggt áframhaldandi lagagildi. Af lögfestingunni leiðir að ákvæði reglugerðanna verða hluti af lögunum, verði frumvarpið óbreytt að lögum.
Um 2. gr.
Um 3. gr.
Um eftirlitið og upplýsingagjöf innlendra aðila gilda lög um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, nr. 87/1998. Í þeim lögum er m.a. tekið fram að komi í ljós að eftirlitsskyldur aðili fylgi ekki lögum og öðrum reglum sem gilda um starfsemi hans skuli Fjármálaeftirlitið krefjast þess að úr sé bætt innan hæfilegs frests, sbr. 1. mgr. 10. gr. laganna. Um kostnað við eftirlitið fer samkvæmt lögum um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi og skilavald, nr. 99/1999.
Um 4. gr.
Heimild Fjármálaeftirlitsins nær eingöngu til greiðsluþjónustuveitenda. Til samræmis við 2. mgr. 11. gr. reglugerðar (ESB) nr. 260/2012 nær hún ekki til neytenda. Greiðsluþjónustuveitandi telst því aðeins hafa brotið af sér að fyrirsvarsmaður hans, starfsmaður eða annar á hans vegum hafi framið brot í starfsemi lögaðilans, þótt ekki verði endilega staðreynt hver þessara aðila hafi átt í hlut, sbr. til hliðsjónar 19. gr. c almennra hegningarlaga, nr. 19/1940. Bent skal á að í 4. gr. í frumvarpi því sem varð að lögum nr. 78/2014 var lagt til að Fjármálaeftirlitið gæti lagt stjórnvaldssektir á hvern þann sem bryti gegn þeim atriðum sem voru tilgreind í ákvæðinu. Í nefndaráliti með breytingartillögu efnahags- og viðskiptanefndar var bent á að fyrir nefndinni kom fram gagnrýni á að heimilt yrði að leggja stjórnvaldssektir á einstaklinga, þ.e. starfsmenn greiðsluþjónustuveitenda. Nefndin lagði til að einungis yrði heimilað að leggja stjórnvaldssektir á greiðsluþjónustuveitandann vegna slíkra brota og með því taldi nefndin að komið væri í veg fyrir að starfsmenn hans séu útsettir fyrir stjórnvaldssektum vegna atvika sem eiga sér stað í starfi þeirra. Í frumvarpi þessu er ekki lögð til breyting á því fyrirkomulagi.
Í 2. og 3. mgr. er kveðið á um fjárhæðarmörk sekta. Ákvæðin taka mið af sambærilegum viðurlagaákvæðum í 2. og 4. mgr. 106. gr. laga um greiðsluþjónustu, nr. 114/2021. Í almennum hluta greinargerðar með frumvarpi því sem varð að lögum nr. 78/2014 var tekið fram að álagning stjórnvaldssekta tæki mið af m.a. þágildandi lögum um greiðsluþjónustu, nr. 120/2011. Eðlilegt þykir að ákvæðin sem lagt er upp með í frumvarpinu um fjárhæðarmörk sekta, þar á meðal ákvörðun þeirra, taki mið af lögum um greiðsluþjónustu.
Líkt og í gildandi lögum um greiðslur yfir landamæri, nr. 78/2014, er í 4. mgr. lagt til að gera megi aðför til fullnustu ákvörðunum Fjármálaeftirlitsins um stjórnvaldssektir, sbr. 6. tölul. 1. mgr. 1. gr. laga um aðför, nr. 90/1989, til að stuðla að því að þær hafi tilskilin áhrif. Einnig er kveðið á um það að sektir skuli renna í ríkissjóð að frádregnum kostnaði við innheimtuna og að dráttarvexti skuli greiða af fjárhæð stjórnvaldssekta ef þær eru ekki greiddar innan mánaðar frá ákvörðun Fjármálaeftirlitsins. Um ákvörðun og útreikning dráttarvaxta fer eftir lögum um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001.
Um 5. gr.
Um 6. gr.
Um 7. gr.
Um 8. gr.
Um 9. gr.
Á það skal bent að í þeim aðlögunum sem leiðir af ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 170/2024 frá 5. júlí 2024 er að finna þríþættar tímaaðlaganir á gildistöku tiltekinna ákvæða reglugerðar (ESB) 2021/1230. Í fyrsta lagi skulu ákvæði 1.–4. mgr. 4. gr. og 5. gr. reglugerðarinnar öðlast gildi einu ári eftir gildistökudag ákvörðunarinnar. Í öðru lagi skulu ákvæði 5. og 6. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar öðlast gildi tveimur árum eftir gildistökudag ákvörðunarinnar. Í þriðja lagi skal ákvæði 7. mgr. 4. gr. öðlast gildi einu ári eftir gildistökudag ákvörðunarinnar að því er varðar 1.–4. mgr. 4. gr. og tveimur árum eftir gildistökudag ákvörðunarinnar að því er varðar 5. og 6. mgr. 4. gr.
Um 10. gr.