Ferill 1. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
156. löggjafarþing 2025.
Nr. 1/156.
Þingskjal 143 — 1. mál.
Þingsályktun
um breytta skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.
Alþingi ályktar, með vísan til 1. mgr. 2. gr. laga um Stjórnarráð Íslands, nr. 115/2011, að styðja fyrirhugaða breytingu á fjölda og heitum ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands sem felur í sér að í stað félags- og vinnumarkaðsráðuneytis, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis, matvælaráðuneytis og menningar- og viðskiptaráðuneytis komi atvinnuvegaráðuneyti, félags- og húsnæðismálaráðuneyti og menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneyti.
Samþykkt á Alþingi 5. mars 2025.

