Ferill 986. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1739  —  986. mál.




Svar


innviðaráðherra við fyrirspurn frá Óla Birni Kárasyni um húsnæðissjálfseignarstofnanir.


     1.      Hversu margar húsnæðissjálfseignarstofnanir (óhagnaðardrifin leigufélög) eru á Íslandi, hvað heita þær og í hvaða sveitarfélögum hafa þær starfsemi?
    Aflað var upplýsinga um skráðar húsnæðissjálfseignarstofnanir (hses) frá fyrirtækjaskrá Skattsins. Samkvæmt þeim upplýsingum eru 28 skráðar stofnanir, sbr. töflu 1.

Tafla 1.
Kennitala Nafn Heimilisfang Póstnúmer Staður
4302170700 Almennar íbúðir hses. Tjarnargötu 12 230 Reykjanesbær
5307201600 Andrastaðir hses. Barðastöðum 2 112 Reykjavík
5011220330 Arnardrangur hses. Austurvegi 2 800 Selfoss
4106170560 Arnrún íbúðafélag hses. Borgartúni 27 121 Reykjavík
5912191700 Bakkahvammur hses. Miðbraut 11 370 Búðardalur
4909160670 Bjarg íbúðafélag hses. Kletthálsi 1 110 Reykjavík
5507220970 Brák íbúðafélag hses. Bjarnarbraut 8 310 Borgarnes
5808201660 Bæjartún íbúðafélag hses. Bæjarlind 4 201 Kópavogur
4103181720 Heimilin íbúðafélag hses. Strandgötu 6 220 Hafnarfjörður
5110160100 Íbúðafélag Hornafjarðar hses. Hafnarbraut 27 780 Höfn í Hornafirði
5409180820 Leigufélag aldraðra hses. Suðurlandsbraut 30 128 Reykjavík
6903231840 Leigufélagið Brú hses. Lágmúla 5 108 Reykjavík
6208190420 Leigufélagið Bústaður hses. Hvammstangabraut 5 530 Hvammstangi
6401182100 Leiguíbúðir Dalvíkurbyggða hses. Ráðhúsi 620 Dalvík
5702201360 Leiguíbúðir Þingeyjarsveit hses. Kjarna 650 Laugar
6210190900 Lundartún hses. Suðurlandsvegi 1–3 850 Hella
4102171550 Nauthólsvegur 83 hses. Menntavegi 1 102 Reykjavík
5611170630 Nauthólsvegur 85 hses. Menntavegi 1 102 Reykjavík
6903210840 Nauthólsvegur 87 hses. Menntavegi 1 102 Reykjavík
5006221800 Nemendagarðar Lýðháskólans hses. Ránargötu 1 425 Flateyri
5003200870 Reykhólar hses. Maríutröð 5a 380 Reykhólahreppur
6212161200 Skagfirskar leiguíbúðir hses. Skagfirðingabraut 17 550 Sauðárkrókur
4103181800 Skarðshlíð íbúðarfélag hses. Strandgötu 6 220 Hafnarfjörður
5808210650 Skýlir Leigufélag hses. Aðalstræti 21 415 Bolungarvík
5209170980 Stakkahlíð hses. Borgartúni 30 108 Reykjavík
5110220880 Stúdentagarðar Háskólans V hses. Suðurgötu 12 400 Ísafjörður
5502240700 Vildarleiga hses. Lambhagavegi 5 113 Reykjavík
4403210380 Vík hses. Ketilsbraut 7 640 Húsavík

     2.      Hversu margar íbúðir á hver húsnæðissjálfseignarstofnun og hversu margar íbúðir eru í byggingu á vegum húsnæðissjálfseignarstofnana?
    Aflað var upplýsinga úr umsýslukerfi stofnframlaga HMS auk upplýsinga úr Mannvirkjaskrá, sbr. töflu 2.

Tafla 2.
Nafn Fjöldi íbúða Stofnframlag HMS Í byggingu hjá hses.
Andrastaðir hses. 7 34.343.623
Reykjavíkurborg 7 34.343.623
Arnardrangur hses. 6 36.628.544
Sveitarfélagið Árborg 6 36.628.544
Arnrún íbúðafélag hses. 18 75.315.571
Reykjavíkurborg 18 75.315.571
Bakkahvammur hses. 6 42.752.241
Dalabyggð 6 42.752.241
Bjarg íbúðafélag hses. 1281 8.722.267.299 318
Akraneskaupstaður 57 288.399.104 24
Akureyrarbær 31 135.777.622
Garðabær 22 164.599.468 5
Grindavíkurbær 12 58.835.039
Hafnarfjarðarkaupstaður 159 963.677.735
Hveragerðisbær 10 64.593.503
Mosfellsbær 26 196.073.757 26
Norðurþing 6 53.545.792 6
Rangárþing eystra 4 31.624.690 4
Rangárþing ytra 5 44.931.389 5
Reykjanesbær 48 561.880.050 30
Reykjavíkurborg 826 5.550.914.119 207
Suðurnesjabær 11 78.793.006 11
Sveitarfélagið Árborg 28 141.662.674
Sveitarfélagið Vogar 23 331.120.749
Sveitarfélagið Ölfus 13 55.838.602
Brák íbúðafélag hses. 94 1.108.991.838 51
Akraneskaupstaður 9 82.170.000
Fjallabyggð 6 68.139.456
Fjarðabyggð 29 311.111.690 19
Múlaþing 18 172.657.580 18
Mýrdalshreppur 6 43.832.340
Skaftárhreppur 6 98.145.760
Strandabyggð 4 63.122.873 4
Stykkishólmsbær 12 155.298.847 12
Vesturbyggð 4 41.034.055
Sveitarfélagið Skagaströnd 2 32.115.520 2
Strandabyggð 4 41.363.717 4
Brynja leigufélag ses. 259 2.475.769.906
Akraneskaupstaður 9 78.782.660
Akureyrarbær 25 189.531.616
Garðabær 7 88.659.250
Hafnarfjarðarkaupstaður 13 150.834.448
Kópavogsbær 27 240.840.000
Mosfellsbær 4 39.579.051
Múlaþing 4 22.327.200
Reykjanesbær 25 209.080.504
Reykjavíkurborg 136 1.371.504.250
Sveitarfélagið Árborg 9 84.630.927
Bæjartún íbúðafélag hses. 8 51.881.797
Sveitarfélagið Skagafjörður
8 51.881.797
Heimilin íbúðafélag hses. 12 50.606.332
Hafnarfjarðarkaupstaður 12 50.606.332
Íbúðafélag Hornafjarðar hses. 5 37.105.409
Sveitarfélagið Hornafjörður 5 37.105.409
Ísafjarðarbær óstofnað hses. 11 83.977.606 11
Ísafjarðarbær
11 83.977.606 11
Leigufélag aldraðra hses. 85 516.340.428 34
Akraneskaupstaður 34 198.115.154 34
Reykjavíkurborg 51 318.225.274
Leigufélagið Brú hses. 6 54.840.622 6
Akraneskaupstaður 6 54.840.622 6
Leigufélagið Bústaður hses. 6 45.950.540
Húnaþing vestra 6 45.950.540
Leiguíbúðir Dalvíkurbyggða hses. 8 56.410.248
Dalvíkurbyggð 8 56.410.248
Leiguíbúðir Þingeyjarsveit hses. 5 27.885.533 2
Þingeyjarsveit 5 27.885.533 2
Lundartún hses. 4 18.134.049
Rangárþing ytra 4 18.134.049
Nauthólsvegur 83 hses. 112 660.458.141
Reykjavíkurborg
112 660.458.141
Nauthólsvegur 85 hses. 144 707.577.525
Reykjavíkurborg
144 707.577.525
Nauthólsvegur 87 hses. 166 736.133.777
Reykjavíkurborg
166 736.133.777
Nemendagarðar Lýðháskólans hses. 14 134.128.588
Ísafjarðarbær
14 134.128.588
Reykhólar hses. 4 40.764.986
Reykhólahreppur 4 40.764.986
Skagfirskar leiguíbúðir hses. 8 57.609.216
Sveitarfélagið Skagafjörður 8 57.609.216
Skarðshlíð íbúðarfélag hses. 12 49.584.897
Hafnarfjarðarkaupstaður 12 49.584.897
Skýlir Leigufélag hses. 14 67.500.000
Bolungarvíkurkaupstaður 14 67.500.000
Stakkahlíð hses. 100 458.548.965
Reykjavíkurborg
100 458.548.965
Stúdentagarðar Háskólans V hses. 40 396.632.122
Ísafjarðarbær
40 396.632.122
Tálknafjarðarhreppur óstofnað hses. 12 55.296.000
Tálknafjarðarhreppur
12 55.296.000
Vík hses. 6 35.730.545
Norðurþing 6 35.730.545
Samtals 2456 16.839.166.348 430

     3.      Hvaða húsnæðissjálfseignarstofnanir birta ársreikninga sína opinberlega?
    Sjálfseignarstofnanir sem stunda atvinnurekstur samkvæmt lögum nr. 33/1999 þurfa að skila inn ársreikningi til ársreikningaskrár til opinberrar birtingar samkvæmt lögum um ársreikninga, nr. 3/2005.

     4.      Hvar er hægt að nálgast samþykktir hverrar húsnæðissjálfseignarstofnunar?
    Hægt er að nálgast samþykktir húsnæðissjálfseignarstofnana hjá fyrirtækjaskrá Skattsins og hjá viðkomandi húsnæðissjálfseignarstofnunum.

     5.      Hversu hátt stofnframlag hefur ríkið veitt hverri húsnæðissjálfseignarstofnun?
    Sjá töflu 2 að framan.

     6.      Hver á eigið fé sem myndast vegna matsbreytinga fjárfestingareigna í húsnæðissjálfseignarstofnunum?
    Í II. kafla laga nr. 52/2016 er fjallað um húsnæðissjálfseignarstofnanir. Þar kemur fram að húsnæðissjálfseignarstofnun skuli starfa samkvæmt lögum um sjálfseignarstofnanir sem stunda atvinnurekstur sé ekki kveðið á um annað í lögunum. Rekstrarform sjálfseignarstofnunar er sett upp með ákveðnu stofnfé og með hagsmuni félagsins fer sérstök stjórn. Í samþykktum skal m.a. fjalla um hvernig ráðstafa skuli rekstrarafgangi, hvernig stofnun skuli lögð niður o.fl. Þá kemur fram í 9. gr. sömu laga að ef ákveðið er að slíta húsnæðissjálfseignarstofnun skuli framselja eignir, sem eftir standa þegar skuldir hafa verið greiddar og stofnframlög ríkis og sveitarfélaga endurgreidd, til Húsnæðismálasjóðs, sbr. 5. tölul. 4. mgr. 22. gr. laganna.
    Í reglugerð nr. 183/2020, um stofnframlög ríkis og sveitarfélaga, húsnæðissjálfseignarstofnanir og almennar íbúðir, kemur fram að Húsnæðis- og mannvirkjastofnun skuli þinglýsa kvöð á almenna íbúð eða fasteignanúmer lóðar þar sem almennar íbúðir verða byggðar við veitingu stofnframlags. Í henni skal kveðið á um að óheimilt sé að selja almenna íbúð nema með samþykki Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og hlutaðeigandi sveitarfélags, og að óheimilt sé að þinglýsa skuldbindingum á eignina án samþykkis Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þá er heimilt að samþykkja beiðni eiganda almennrar íbúðar um sölu í tilteknum tilvikum sem eru talin upp í 19. gr. reglugerðarinnar að því gefnu að einnig liggi fyrir samþykki hlutaðeigandi sveitarfélags.
    Ef íbúð er seld skal endurgreiða stofnframlag og söluhagnað hennar í Húsnæðismálasjóð með sama hætti og þegar félagi er slitið. Því má segja að meðan húsnæðissjálfseignarstofnun er starfandi og íbúðir hennar í útleigu tilheyrir eigið fé sem myndast vegna matsbreytinga stofnuninni en sé íbúð seld, eða stofnuninni slitið, rennur það í Húsnæðismálasjóð.

     7.      Hvernig þróaðist eigið fé húsnæðissjálfseignarstofnana árin 2018–2023?
    Þessar upplýsingar liggja ekki fyrir hjá ráðuneytinu eða Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

     8.      Hvert er eigið fé þeirra húsnæðissjálfseignarstofnana sem hafa fengið stofnframlög frá ríkinu og hve stór hluti þess er vegna matsbreytinga fjárfestingareigna?
    Þessar upplýsingar liggja ekki fyrir hjá ráðuneytinu eða Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.