Ferill 986. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1739 — 986. mál.
Svar
innviðaráðherra við fyrirspurn frá Óla Birni Kárasyni um húsnæðissjálfseignarstofnanir.
1. Hversu margar húsnæðissjálfseignarstofnanir (óhagnaðardrifin leigufélög) eru á Íslandi, hvað heita þær og í hvaða sveitarfélögum hafa þær starfsemi?
Aflað var upplýsinga um skráðar húsnæðissjálfseignarstofnanir (hses) frá fyrirtækjaskrá Skattsins. Samkvæmt þeim upplýsingum eru 28 skráðar stofnanir, sbr. töflu 1.
Tafla 1.
Kennitala | Nafn | Heimilisfang | Póstnúmer | Staður |
4302170700 | Almennar íbúðir hses. | Tjarnargötu 12 | 230 | Reykjanesbær |
5307201600 | Andrastaðir hses. | Barðastöðum 2 | 112 | Reykjavík |
5011220330 | Arnardrangur hses. | Austurvegi 2 | 800 | Selfoss |
4106170560 | Arnrún íbúðafélag hses. | Borgartúni 27 | 121 | Reykjavík |
5912191700 | Bakkahvammur hses. | Miðbraut 11 | 370 | Búðardalur |
4909160670 | Bjarg íbúðafélag hses. | Kletthálsi 1 | 110 | Reykjavík |
5507220970 | Brák íbúðafélag hses. | Bjarnarbraut 8 | 310 | Borgarnes |
5808201660 | Bæjartún íbúðafélag hses. | Bæjarlind 4 | 201 | Kópavogur |
4103181720 | Heimilin íbúðafélag hses. | Strandgötu 6 | 220 | Hafnarfjörður |
5110160100 | Íbúðafélag Hornafjarðar hses. | Hafnarbraut 27 | 780 | Höfn í Hornafirði |
5409180820 | Leigufélag aldraðra hses. | Suðurlandsbraut 30 | 128 | Reykjavík |
6903231840 | Leigufélagið Brú hses. | Lágmúla 5 | 108 | Reykjavík |
6208190420 | Leigufélagið Bústaður hses. | Hvammstangabraut 5 | 530 | Hvammstangi |
6401182100 | Leiguíbúðir Dalvíkurbyggða hses. | Ráðhúsi | 620 | Dalvík |
5702201360 | Leiguíbúðir Þingeyjarsveit hses. | Kjarna | 650 | Laugar |
6210190900 | Lundartún hses. | Suðurlandsvegi 1–3 | 850 | Hella |
4102171550 | Nauthólsvegur 83 hses. | Menntavegi 1 | 102 | Reykjavík |
5611170630 | Nauthólsvegur 85 hses. | Menntavegi 1 | 102 | Reykjavík |
6903210840 | Nauthólsvegur 87 hses. | Menntavegi 1 | 102 | Reykjavík |
5006221800 | Nemendagarðar Lýðháskólans hses. | Ránargötu 1 | 425 | Flateyri |
5003200870 | Reykhólar hses. | Maríutröð 5a | 380 | Reykhólahreppur |
6212161200 | Skagfirskar leiguíbúðir hses. | Skagfirðingabraut 17 | 550 | Sauðárkrókur |
4103181800 | Skarðshlíð íbúðarfélag hses. | Strandgötu 6 | 220 | Hafnarfjörður |
5808210650 | Skýlir Leigufélag hses. | Aðalstræti 21 | 415 | Bolungarvík |
5209170980 | Stakkahlíð hses. | Borgartúni 30 | 108 | Reykjavík |
5110220880 | Stúdentagarðar Háskólans V hses. | Suðurgötu 12 | 400 | Ísafjörður |
5502240700 | Vildarleiga hses. | Lambhagavegi 5 | 113 | Reykjavík |
4403210380 | Vík hses. | Ketilsbraut 7 | 640 | Húsavík |
2. Hversu margar íbúðir á hver húsnæðissjálfseignarstofnun og hversu margar íbúðir eru í byggingu á vegum húsnæðissjálfseignarstofnana?
Aflað var upplýsinga úr umsýslukerfi stofnframlaga HMS auk upplýsinga úr Mannvirkjaskrá, sbr. töflu 2.
Tafla 2.
Nafn | Fjöldi íbúða | Stofnframlag HMS | Í byggingu hjá hses. |
Andrastaðir hses. | 7 | 34.343.623 | |
Reykjavíkurborg | 7 | 34.343.623 | |
Arnardrangur hses. | 6 | 36.628.544 | |
Sveitarfélagið Árborg | 6 | 36.628.544 | |
Arnrún íbúðafélag hses. | 18 | 75.315.571 | |
Reykjavíkurborg | 18 | 75.315.571 | |
Bakkahvammur hses. | 6 | 42.752.241 | |
Dalabyggð | 6 | 42.752.241 | |
Bjarg íbúðafélag hses. | 1281 | 8.722.267.299 | 318 |
Akraneskaupstaður | 57 | 288.399.104 | 24 |
Akureyrarbær | 31 | 135.777.622 | |
Garðabær | 22 | 164.599.468 | 5 |
Grindavíkurbær | 12 | 58.835.039 | |
Hafnarfjarðarkaupstaður | 159 | 963.677.735 | |
Hveragerðisbær | 10 | 64.593.503 | |
Mosfellsbær | 26 | 196.073.757 | 26 |
Norðurþing | 6 | 53.545.792 | 6 |
Rangárþing eystra | 4 | 31.624.690 | 4 |
Rangárþing ytra | 5 | 44.931.389 | 5 |
Reykjanesbær | 48 | 561.880.050 | 30 |
Reykjavíkurborg | 826 | 5.550.914.119 | 207 |
Suðurnesjabær | 11 | 78.793.006 | 11 |
Sveitarfélagið Árborg | 28 | 141.662.674 | |
Sveitarfélagið Vogar | 23 | 331.120.749 | |
Sveitarfélagið Ölfus | 13 | 55.838.602 | |
Brák íbúðafélag hses. | 94 | 1.108.991.838 | 51 |
Akraneskaupstaður | 9 | 82.170.000 | |
Fjallabyggð | 6 | 68.139.456 | |
Fjarðabyggð | 29 | 311.111.690 | 19 |
Múlaþing | 18 | 172.657.580 | 18 |
Mýrdalshreppur | 6 | 43.832.340 | |
Skaftárhreppur | 6 | 98.145.760 | |
Strandabyggð | 4 | 63.122.873 | 4 |
Stykkishólmsbær | 12 | 155.298.847 | 12 |
Vesturbyggð | 4 | 41.034.055 | |
Sveitarfélagið Skagaströnd | 2 | 32.115.520 | 2 |
Strandabyggð | 4 | 41.363.717 | 4 |
Brynja leigufélag ses. | 259 | 2.475.769.906 | |
Akraneskaupstaður | 9 | 78.782.660 | |
Akureyrarbær | 25 | 189.531.616 | |
Garðabær | 7 | 88.659.250 | |
Hafnarfjarðarkaupstaður | 13 | 150.834.448 | |
Kópavogsbær | 27 | 240.840.000 | |
Mosfellsbær | 4 | 39.579.051 | |
Múlaþing | 4 | 22.327.200 | |
Reykjanesbær | 25 | 209.080.504 | |
Reykjavíkurborg | 136 | 1.371.504.250 | |
Sveitarfélagið Árborg | 9 | 84.630.927 | |
Bæjartún íbúðafélag hses. | 8 | 51.881.797 | |
Sveitarfélagið Skagafjörður
|
8 | 51.881.797 | |
Heimilin íbúðafélag hses. | 12 | 50.606.332 | |
Hafnarfjarðarkaupstaður | 12 | 50.606.332 | |
Íbúðafélag Hornafjarðar hses. | 5 | 37.105.409 | |
Sveitarfélagið Hornafjörður | 5 | 37.105.409 | |
Ísafjarðarbær óstofnað hses. | 11 | 83.977.606 | 11 |
Ísafjarðarbær
|
11 | 83.977.606 | 11 |
Leigufélag aldraðra hses. | 85 | 516.340.428 | 34 |
Akraneskaupstaður | 34 | 198.115.154 | 34 |
Reykjavíkurborg | 51 | 318.225.274 | |
Leigufélagið Brú hses. | 6 | 54.840.622 | 6 |
Akraneskaupstaður | 6 | 54.840.622 | 6 |
Leigufélagið Bústaður hses. | 6 | 45.950.540 | |
Húnaþing vestra | 6 | 45.950.540 | |
Leiguíbúðir Dalvíkurbyggða hses. | 8 | 56.410.248 | |
Dalvíkurbyggð | 8 | 56.410.248 | |
Leiguíbúðir Þingeyjarsveit hses. | 5 | 27.885.533 | 2 |
Þingeyjarsveit | 5 | 27.885.533 | 2 |
Lundartún hses. | 4 | 18.134.049 | |
Rangárþing ytra | 4 | 18.134.049 | |
Nauthólsvegur 83 hses. | 112 | 660.458.141 | |
Reykjavíkurborg
|
112 | 660.458.141 | |
Nauthólsvegur 85 hses. | 144 | 707.577.525 | |
Reykjavíkurborg
|
144 | 707.577.525 | |
Nauthólsvegur 87 hses. | 166 | 736.133.777 | |
Reykjavíkurborg
|
166 | 736.133.777 | |
Nemendagarðar Lýðháskólans hses. | 14 | 134.128.588 | |
Ísafjarðarbær
|
14 | 134.128.588 | |
Reykhólar hses. | 4 | 40.764.986 | |
Reykhólahreppur | 4 | 40.764.986 | |
Skagfirskar leiguíbúðir hses. | 8 | 57.609.216 | |
Sveitarfélagið Skagafjörður | 8 | 57.609.216 | |
Skarðshlíð íbúðarfélag hses. | 12 | 49.584.897 | |
Hafnarfjarðarkaupstaður | 12 | 49.584.897 | |
Skýlir Leigufélag hses. | 14 | 67.500.000 | |
Bolungarvíkurkaupstaður | 14 | 67.500.000 | |
Stakkahlíð hses. | 100 | 458.548.965 | |
Reykjavíkurborg
|
100 | 458.548.965 | |
Stúdentagarðar Háskólans V hses. | 40 | 396.632.122 | |
Ísafjarðarbær
|
40 | 396.632.122 | |
Tálknafjarðarhreppur óstofnað hses. | 12 | 55.296.000 | |
Tálknafjarðarhreppur
|
12 | 55.296.000 | |
Vík hses. | 6 | 35.730.545 | |
Norðurþing | 6 | 35.730.545 | |
Samtals | 2456 | 16.839.166.348 | 430 |
3. Hvaða húsnæðissjálfseignarstofnanir birta ársreikninga sína opinberlega?
Sjálfseignarstofnanir sem stunda atvinnurekstur samkvæmt lögum nr. 33/1999 þurfa að skila inn ársreikningi til ársreikningaskrár til opinberrar birtingar samkvæmt lögum um ársreikninga, nr. 3/2005.
4. Hvar er hægt að nálgast samþykktir hverrar húsnæðissjálfseignarstofnunar?
Hægt er að nálgast samþykktir húsnæðissjálfseignarstofnana hjá fyrirtækjaskrá Skattsins og hjá viðkomandi húsnæðissjálfseignarstofnunum.
5. Hversu hátt stofnframlag hefur ríkið veitt hverri húsnæðissjálfseignarstofnun?
Sjá töflu 2 að framan.
6. Hver á eigið fé sem myndast vegna matsbreytinga fjárfestingareigna í húsnæðissjálfseignarstofnunum?
Í II. kafla laga nr. 52/2016 er fjallað um húsnæðissjálfseignarstofnanir. Þar kemur fram að húsnæðissjálfseignarstofnun skuli starfa samkvæmt lögum um sjálfseignarstofnanir sem stunda atvinnurekstur sé ekki kveðið á um annað í lögunum. Rekstrarform sjálfseignarstofnunar er sett upp með ákveðnu stofnfé og með hagsmuni félagsins fer sérstök stjórn. Í samþykktum skal m.a. fjalla um hvernig ráðstafa skuli rekstrarafgangi, hvernig stofnun skuli lögð niður o.fl. Þá kemur fram í 9. gr. sömu laga að ef ákveðið er að slíta húsnæðissjálfseignarstofnun skuli framselja eignir, sem eftir standa þegar skuldir hafa verið greiddar og stofnframlög ríkis og sveitarfélaga endurgreidd, til Húsnæðismálasjóðs, sbr. 5. tölul. 4. mgr. 22. gr. laganna.
Í reglugerð nr. 183/2020, um stofnframlög ríkis og sveitarfélaga, húsnæðissjálfseignarstofnanir og almennar íbúðir, kemur fram að Húsnæðis- og mannvirkjastofnun skuli þinglýsa kvöð á almenna íbúð eða fasteignanúmer lóðar þar sem almennar íbúðir verða byggðar við veitingu stofnframlags. Í henni skal kveðið á um að óheimilt sé að selja almenna íbúð nema með samþykki Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og hlutaðeigandi sveitarfélags, og að óheimilt sé að þinglýsa skuldbindingum á eignina án samþykkis Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þá er heimilt að samþykkja beiðni eiganda almennrar íbúðar um sölu í tilteknum tilvikum sem eru talin upp í 19. gr. reglugerðarinnar að því gefnu að einnig liggi fyrir samþykki hlutaðeigandi sveitarfélags.
Ef íbúð er seld skal endurgreiða stofnframlag og söluhagnað hennar í Húsnæðismálasjóð með sama hætti og þegar félagi er slitið. Því má segja að meðan húsnæðissjálfseignarstofnun er starfandi og íbúðir hennar í útleigu tilheyrir eigið fé sem myndast vegna matsbreytinga stofnuninni en sé íbúð seld, eða stofnuninni slitið, rennur það í Húsnæðismálasjóð.
7. Hvernig þróaðist eigið fé húsnæðissjálfseignarstofnana árin 2018–2023?
Þessar upplýsingar liggja ekki fyrir hjá ráðuneytinu eða Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
8. Hvert er eigið fé þeirra húsnæðissjálfseignarstofnana sem hafa fengið stofnframlög frá ríkinu og hve stór hluti þess er vegna matsbreytinga fjárfestingareigna?
Þessar upplýsingar liggja ekki fyrir hjá ráðuneytinu eða Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.