Ferill 935. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 2004 — 935. mál.
Frumvarp til laga
um breytingu á lögum um Menntasjóð námsmanna, nr. 60/2020 (ábyrgðarmenn, námsstyrkir).
(Eftir 2. umræðu, 21. júní.)
1. gr.
a. Við 2. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Uppfylli lánþegi ekki skilyrði um tryggan lánþega er heimilt að taka tillit til félagslegra aðstæðna lánþega sem skal útfæra nánar í úthlutunarreglum.
b. 3. og 5. mgr. falla brott.
c. Orðin „eða að þeirri fjárhæð sem ábyrgð hefur verið veitt fyrir skv. 3. mgr.“ í 4. mgr. falla brott.
d. Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Umsókn og samtímagreiðslur.
2. gr.
3. gr.
a. 1. mgr. orðast svo:
Menntasjóði námsmanna er eingöngu heimilt að taka lán frá Endurlánum ríkissjóðs til að fjármagna lán til lánþega.
b. 2. mgr. fellur brott.
c. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
Ráðherra sem fer með fjárreiður ríkisins setur reglugerð um nánari útfærslu á fjármögnun Menntasjóðs.
4. gr.
Ábyrgð ábyrgðarmanns á námslánum teknum í tíð eldri laga skal falla niður við gildistöku laga þessara. Ákvæðið nær til allra ábyrgða á skuldabréfum sjóðsins, hvort sem er vegna námslána, skuldabréfa vegna vanefnda lántaka, oflána eða af öðrum ástæðum.
5. gr.
Stjórn Menntasjóðs námsmanna skal senda ráðherra uppfærða tillögu að breytingum á úthlutunarreglum sjóðsins vegna lagabreytinga sem varða afnám ábyrgðarmannakerfis lána hjá sjóðnum og heimildarákvæðis til handa sjóðnum um mat á tryggum lánþegum, sem taki gildi eigi síðar en 1. september 2024.
6. gr.