Aðrar útgáfur af skjalinu:
PDF
Word Perfect.
Þingskjal 1697, 154. löggjafarþing 913. mál: brottfall ýmissa laga á sviði fjármálamarkaðar (úrelt lög).
Lög nr. 50 23. maí 2024.
Þingskjal 1697, 154. löggjafarþing 913. mál: brottfall ýmissa laga á sviði fjármálamarkaðar (úrelt lög).
Lög nr. 50 23. maí 2024.
Lög um brottfall ýmissa laga á sviði fjármálamarkaðar (úrelt lög).
1. gr.
Eftirtalin lög eru felld úr gildi:- Lög um Skuldaskilasjóð vélbátaeigenda, nr. 99/1935, og lög um viðauka við lög nr. 99 3. maí 1935, um Skuldaskilasjóð vélbátaeigenda, nr. 22/1939.
- Lög um viðauka við lög nr. 115 7. nóvember 1941, um Búnaðarbanka Íslands, nr. 31/1954.
- Lög um Fjárfestingarfélag Íslands hf., nr. 46/1970.
- Lög um sameiningu Lífeyrissjóðs barnakennara og Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, nr. 93/1980.
- Lög um heimild til að fresta greiðslum vegna verðtryggðra íbúðalána, nr. 81/1983.
- Lög um heimild til niðurfellingar eða endurgreiðslu stimpilgjalda af íbúðalánum, nr. 20/1984.
- Lög um nefnd til að kanna viðskipti Útvegsbanka Íslands og Hafskips hf., nr. 119/1985.
- Lög um yfirtöku ríkisviðskiptabanka á eignum og skuldum Söfnunarsjóðs Íslands, nr. 31/1986.
- Lög um stofnun hlutafélagsbanka um Útvegsbanka Íslands, nr. 7/1987.
- Lög um að leggja niður Lífeyrissjóð ljósmæðra, nr. 18/1992.
- Lög um stofnun hlutafélags um Íslenska endurtryggingu, nr. 45/1993.
- Lög um afnám laga nr. 70 1. júlí 1985, um Framkvæmdasjóð Íslands, með síðari breytingum, nr. 146/1998.
- Lög um heimild til fjárhagslegrar fyrirgreiðslu úr ríkissjóði í tengslum við málshöfðun fyrir erlendum dómstólum vegna íþyngjandi stjórnvaldsákvarðana erlendra stjórnvalda á tímabilinu 1. október til 1. desember 2008, nr. 172/2008.
- Lög um stofnun opinbers hlutafélags til að stuðla að endurskipulagningu rekstrarhæfra atvinnufyrirtækja, nr. 75/2009.
- Lög um heimild til að staðfesta breytingar á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka hf., Arion banka hf. og NBI hf., nr. 138/2009.
- Lög um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána, nr. 35/2014.
- Lög um stöðugleikaskatt, nr. 60/2015.
- Lög um brottfall laga um Lífeyrissjóð hjúkrunarfræðinga og niðurlagningu Eftirlaunasjóðs starfsmanna Útvegsbanka Íslands, nr. 35/2017.
- Lög um brottfall laga um Lífeyrissjóð bænda, nr. 12/1999, með síðari breytingum, nr. 42/2018.
2. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.Samþykkt á Alþingi 14. maí 2024.

