Ferill 904. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1972 — 904. mál.
Frumvarp til laga
um breytingu á lögum um sjúkraskrár og lögum um landlækni og lýðheilsu (miðlun sjúkraskrárupplýsinga milli landa).
(Eftir 2. umræðu, 20. júní.)
I. KAFLI
Breyting á lögum um sjúkraskrár, nr. 55/2009.
1. gr.
Miðlun sjúkraskrárupplýsinga milli landa.
Sjúklingur eða umboðsmaður hans getur veitt heimild fyrir því fyrir fram að í bráðatilvikum, þar sem sjúklingur er ekki til þess bær að veita samþykki sitt, svo sem vegna alvarlegra veikinda, slyss og/eða meðvitundarleysis, sé heimilt að miðla sjúkraskrárupplýsingum skv. 1. mgr. til aðila sem veitir sjúklingi bráðaheilbrigðisþjónustu í landi á Evrópska efnahagssvæðinu.
Með sömu skilyrðum og um getur í 1. og 2. mgr. getur einstaklingur, búsettur í öðru ríki á Evrópska efnahagssvæðinu, sem leitar sér heilbrigðisþjónustu á Íslandi, heimilað miðlun á tilteknum, skilgreindum lykilupplýsingum úr eigin sjúkraskrá til þess aðila sem veitir honum heilbrigðisþjónustu á Íslandi.
Sjúklingur eða umboðsmaður hans getur hvenær sem er dregið heimild sína skv. 1. og 2. mgr. til baka og skal landlæknir upplýsa um það áður en heimild er veitt.
Ráðherra skal í reglugerð kveða nánar á um hvaða sjúkraskrárupplýsingum sjúklingur getur heimilað að verði miðlað milli landa skv. 1. mgr. og hvaða upplýsingar þarf að geyma miðlægt til að gera þá miðlun mögulega.
Um miðlun sjúkraskrárupplýsinga samkvæmt ákvæði þessu fer samkvæmt lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.
II. KAFLI
Breyting á lögum um landlækni og lýðheilsu, nr. 41/2007.
2. gr.
Landlæknir skal starfrækja landstengigátt fyrir sjúkraskrárupplýsingar í þeim tilgangi að gera mögulega miðlun tiltekinna og skilgreindra lykilupplýsinga úr sjúkraskrá sjúklings sem leita þarf heilbrigðisþjónustu í öðru landi á Evrópska efnahagssvæðinu og sem hefur heimilað þá miðlun.
Landlækni er heimilt að varðveita miðlægt þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að gera miðlun skv. 5. mgr. mögulega.
Að öðru leyti fer um miðlun sjúkraskrárupplýsinga milli landa á Evrópska efnahagssvæðinu samkvæmt lögum um sjúkraskrár og lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.
3. gr.