Aðrar útgáfur af skjalinu:
PDF
Word Perfect.
Þingskjal 2124, 154. löggjafarþing 903. mál: skráð trúfélög o.fl. (aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka).
Lög nr. 112 5. júlí 2024.
I. KAFLI
Breyting á lögum um skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög, nr. 108/1999.
Ráðherra er heimilt að ákveða með reglugerð að verkefni, sem falin eru sýslumanni samkvæmt lögum þessum, verði á hendi eins eða fleiri sýslumanna.
Bókhald og ársreikningar skráðra trúfélaga og lífsskoðunarfélaga.
Skráðum trúfélögum og lífsskoðunarfélögum er skylt að færa bókhald og semja ársreikning í samræmi við lög um bókhald. Stjórn félags og forstöðumaður skulu semja ársreikning fyrir hvert reikningsár í samræmi við þau lög.
Á aðalfundi skulu kosnir einn eða fleiri endurskoðendur, endurskoðunarfyrirtæki, skoðunarmenn eða trúnaðarmenn úr hópi félagsmanna til að yfirfara ársreikning og varamenn þeirra. Ákvæði laga um endurskoðendur og endurskoðun gilda um hæfi og störf endurskoðenda og endurskoðunarfyrirtækja og ákvæði laga um bókhald gilda um hæfi og störf skoðunarmanna og trúnaðarmanna úr hópi félagsmanna. Trúnaðarmenn sem kosnir eru úr hópi félagsmanna mega ekki sitja í stjórn félagsins eða gegna stjórnunarstörfum fyrir það.
Ársreikningur skal fullgerður og undirritaður eigi síðar en sex mánuðum eftir lok reikningsárs. Ársreikningur skal lagður fram á aðalfundi félags til samþykktar.
Stjórnvaldssektir.
Sýslumaður skal leggja stjórnvaldssektir á þau skráðu trúfélög og lífsskoðunarfélög sem vanrækja skyldu samkvæmt lögum þessum til að standa skil á ársreikningi innan þess frests sem kveðið er á um í 5. gr. Þegar frestur skv. 5. gr. til að skila ársreikningi er liðinn skal sýslumaður leggja á viðkomandi félag stjórnvaldssekt að fjárhæð 600.000 kr. og jafnframt krefjast úrbóta. Ákvæði 1. mgr. 6. gr. gildir ekki um álagningu stjórnvaldssekta.
Skili skráð trúfélag eða lífsskoðunarfélag ársreikningi innan 30 daga frá tilkynningu um álagningu stjórnvaldssektar skal sýslumaður lækka sektarfjárhæð um 90%. Ef úrbætur eru gerðar innan tveggja mánaða frá tilkynningu um álagningu sektar skal lækka sektarfjárhæðina um 60%. Ef úrbætur eru gerðar innan þriggja mánaða frá tilkynningu um álagningu sektar skal lækka sektarfjárhæðina um 40%.
Stjórnvaldssektir eru aðfararhæfar. Sektir renna í ríkissjóð að frádregnum kostnaði við innheimtuna.
Stjórnvaldssektum verður beitt óháð því hvort lögbrot eru framin af ásetningi eða gáleysi.
Óinnheimtar stjórnvaldssektir falla ekki niður þótt aðilar verði síðar við kröfum sýslumanns.
Heimilt er að lækka eða fella niður stjórnvaldssekt skv. 1. og 2. mgr. hafi óviðráðanleg atvik sannanlega valdið því að skráð trúfélag eða lífsskoðunarfélag hafi ekki staðið skil á ársreikningi innan þess frests sem kveðið er á um í 5. gr. Heimild sýslumanns er háð því skilyrði að ársreikningi skráðs trúfélags eða lífsskoðunarfélags hafi verið skilað til sýslumanns í samræmi við ákvæði laga þessara.
Stjórnarmenn skráðra trúfélaga og lífsskoðunarfélaga.
Stjórnarmenn skráðra trúfélaga og lífsskoðunarfélaga skulu vera lögráða og minnst helmingur stjórnarmanna skal vera búsettur hér á landi.
Nú hefur einstaklingur ekki forræði á búi sínu og er hann þá ekki bær til að sitja í stjórn félags.
Hafi einstaklingur á síðustu þremur árum hlotið dóm í tengslum við atvinnurekstur fyrir verknað sem brýtur gegn almennum hegningarlögum, lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, lögum um hlutafélög, lögum um einkahlutafélög, lögum um bókhald, lögum um ársreikninga, lögum um gjaldþrotaskipti o.fl. eða lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda er hann ekki bær til að sitja í stjórn félags.
Stjórnarmenn skulu á hverjum tíma uppfylla hæfisskilyrði samkvæmt þessari grein. Missi stjórnarmenn hæfi skulu þeir upplýsa sýslumann um það. Sýslumaður getur á hverjum tíma tekið hæfi stjórnarmanna til sérstakrar skoðunar.
Viðurlög.
Það varðar sektum eða fangelsi allt að tveimur árum að skýra vísvitandi rangt eða villandi frá högum félags eða öðru er það varðar í opinberri auglýsingu eða tilkynningu, skýrslum, ársreikningi eða tilkynningum til sýslumanns.
II. KAFLI
Breyting á lögum um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá, nr. 19/1988.
a. (2. gr. a.)
Stjórnarmenn sjóða og stofnana skulu vera lögráða og hafa forræði á búi sínu.
Hafi einstaklingur á síðustu þremur árum hlotið dóm í tengslum við atvinnurekstur fyrir verknað sem brýtur gegn almennum hegningarlögum, lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, lögum um hlutafélög, lögum um einkahlutafélög, lögum um bókhald, lögum um ársreikninga, lögum um gjaldþrotaskipti o.fl. eða lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda er hann ekki bær til að sitja í stjórn sjóðs eða stofnunar.
Þegar svo ber undir skulu hæfisskilyrði skv. 1. og 2. mgr. einnig eiga við um framkvæmdastjóra og skipaðan fjárvörsluaðila sjóðs eða stofnunar.
Stjórnarmenn, framkvæmdastjóri og skipaður fjárvörsluaðili skulu á hverjum tíma uppfylla hæfisskilyrði samkvæmt þessari grein. Missi stjórnarmenn, framkvæmdastjóri eða skipaður fjárvörsluaðili hæfi skulu þeir upplýsa sýslumann um það. Sýslumaður getur á hverjum tíma tekið hæfi stjórnarmanna, framkvæmdastjóra og skipaðs fjárvörsluaðila til sérstakrar skoðunar.
b. (2. gr. b.)
Sjóði eða stofnun er skylt að færa bókhald og semja ársreikning í samræmi við lög um bókhald. Stjórn, framkvæmdastjóri eða fjárvörsluaðili sjóðs eða stofnunar skal semja ársreikning fyrir hvert reikningsár í samræmi við þau lög.
Á stjórnarfundi skulu kosnir einn eða fleiri endurskoðendur, endurskoðunarfyrirtæki, skoðunarmenn eða trúnaðarmenn til að yfirfara ársreikning og varamenn þeirra. Ákvæði laga um endurskoðendur og endurskoðun gilda um hæfi og störf endurskoðenda og endurskoðunarfyrirtækja og ákvæði laga um bókhald gilda um hæfi og störf skoðunarmanna og trúnaðarmanna. Trúnaðarmenn mega ekki sitja í stjórn eða gegna stjórnunarstörfum fyrir sjóðinn eða stofnunina.
Ársreikningur skal fullgerður og undirritaður eigi síðar en sex mánuðum eftir lok reikningsárs. Ársreikningur skal lagður fram á stjórnarfundi sjóðs eða stofnunar til samþykktar.
Nú vanrækir sjóður eða stofnun skyldu sína skv. 3. gr. til að senda sýslumanni ársreikning og skal þá sýslumaður leggja stjórnvaldssektir á þann sjóð eða stofnun. Þegar frestur skv. 3. gr. er liðinn skal sýslumaður leggja á viðkomandi sjóð eða stofnun stjórnvaldssekt að fjárhæð 600.000 kr. og jafnframt krefjast úrbóta.
Skili sjóður eða stofnun ársreikningi innan 30 daga frá tilkynningu um álagningu stjórnvaldssektar skal sýslumaður lækka sektarfjárhæð um 90%. Ef úrbætur eru gerðar innan tveggja mánaða frá tilkynningu um álagningu sektar skal lækka sektarfjárhæðina um 60%. Ef úrbætur eru gerðar innan þriggja mánaða frá tilkynningu um álagningu sektar skal lækka sektarfjárhæðina um 40%.
Stjórnvaldssektir eru aðfararhæfar. Sektir renna í ríkissjóð að frádregnum kostnaði við innheimtuna.
Stjórnvaldssektum verður beitt óháð því hvort lögbrot eru framin af ásetningi eða gáleysi.
Óinnheimtar stjórnvaldssektir falla ekki niður þótt aðilar verði síðar við kröfum sýslumanns.
Heimilt er að lækka eða fella niður stjórnvaldssekt skv. 1. og 2. mgr. hafi óviðráðanleg atvik sannanlega valdið því að sjóður eða stofnun hafi ekki staðið skil á ársreikningi innan þess frests sem kveðið er á um í 3. gr. Heimild sýslumanns er háð því skilyrði að ársreikningi sjóðs eða stofnunar hafi verið skilað til sýslumanns í samræmi við ákvæði laga þessara.
Það varðar sektum eða fangelsi allt að tveimur árum að skýra vísvitandi rangt eða villandi frá högum sjóðs eða stofnunar eða öðru er sjóðinn eða stofnunina varðar í opinberri auglýsingu eða tilkynningu, skýrslum, ársreikningi eða tilkynningum til sýslumanns.
Þingskjal 2124, 154. löggjafarþing 903. mál: skráð trúfélög o.fl. (aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka).
Lög nr. 112 5. júlí 2024.
Lög um breytingu á lögum um skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög og lögum um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá (aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka).
1. gr.
2. mgr. 2. gr. laganna orðast svo:Ráðherra er heimilt að ákveða með reglugerð að verkefni, sem falin eru sýslumanni samkvæmt lögum þessum, verði á hendi eins eða fleiri sýslumanna.
2. gr.
Á eftir 4. gr. laganna kemur ný grein, 4. gr. a, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:Á aðalfundi skulu kosnir einn eða fleiri endurskoðendur, endurskoðunarfyrirtæki, skoðunarmenn eða trúnaðarmenn úr hópi félagsmanna til að yfirfara ársreikning og varamenn þeirra. Ákvæði laga um endurskoðendur og endurskoðun gilda um hæfi og störf endurskoðenda og endurskoðunarfyrirtækja og ákvæði laga um bókhald gilda um hæfi og störf skoðunarmanna og trúnaðarmanna úr hópi félagsmanna. Trúnaðarmenn sem kosnir eru úr hópi félagsmanna mega ekki sitja í stjórn félagsins eða gegna stjórnunarstörfum fyrir það.
Ársreikningur skal fullgerður og undirritaður eigi síðar en sex mánuðum eftir lok reikningsárs. Ársreikningur skal lagður fram á aðalfundi félags til samþykktar.
3. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. laganna:- 2. málsl. 1. mgr. orðast svo: Sérstaklega skal gera grein fyrir breytingum á starfsemi og skipulagi félags og breytingum í stjórn félags.
- Við bætast tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
Sýslumanni er á hverjum tíma heimilt að kalla eftir gögnum og upplýsingum sem nauðsynlegar eru í ljósi eftirlitsskyldu hans. Þetta kunna m.a. að vera gögn varðandi hæfi forstöðumanns eða stjórnarmanna, upplýsingar er varða samkomur og athafnir félags, tengsl félagsins við önnur félög og/eða tengsl við atvinnurekstur.
4. gr.
Á eftir 6. gr. laganna kemur ný grein, 6. gr. a, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:Skili skráð trúfélag eða lífsskoðunarfélag ársreikningi innan 30 daga frá tilkynningu um álagningu stjórnvaldssektar skal sýslumaður lækka sektarfjárhæð um 90%. Ef úrbætur eru gerðar innan tveggja mánaða frá tilkynningu um álagningu sektar skal lækka sektarfjárhæðina um 60%. Ef úrbætur eru gerðar innan þriggja mánaða frá tilkynningu um álagningu sektar skal lækka sektarfjárhæðina um 40%.
Stjórnvaldssektir eru aðfararhæfar. Sektir renna í ríkissjóð að frádregnum kostnaði við innheimtuna.
Stjórnvaldssektum verður beitt óháð því hvort lögbrot eru framin af ásetningi eða gáleysi.
Óinnheimtar stjórnvaldssektir falla ekki niður þótt aðilar verði síðar við kröfum sýslumanns.
Heimilt er að lækka eða fella niður stjórnvaldssekt skv. 1. og 2. mgr. hafi óviðráðanleg atvik sannanlega valdið því að skráð trúfélag eða lífsskoðunarfélag hafi ekki staðið skil á ársreikningi innan þess frests sem kveðið er á um í 5. gr. Heimild sýslumanns er háð því skilyrði að ársreikningi skráðs trúfélags eða lífsskoðunarfélags hafi verið skilað til sýslumanns í samræmi við ákvæði laga þessara.
5. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 7. gr. laganna:- Á eftir 1. mgr. koma tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
- Á eftir 4. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
- Í stað „3. mgr.“ í 2. málsl. 5. mgr. kemur: 5. mgr.
Hafi einstaklingur á síðustu þremur árum í tengslum við atvinnurekstur hlotið dóm fyrir verknað sem brýtur gegn almennum hegningarlögum, lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, lögum um hlutafélög, lögum um einkahlutafélög, lögum um bókhald, lögum um ársreikninga, lögum um gjaldþrotaskipti o.fl. eða lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda er hann ekki bær til að gegna hlutverki forstöðumanns félags.
6. gr.
Á eftir 7. gr. laganna kemur ný grein, 7. gr. a, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:Nú hefur einstaklingur ekki forræði á búi sínu og er hann þá ekki bær til að sitja í stjórn félags.
Hafi einstaklingur á síðustu þremur árum hlotið dóm í tengslum við atvinnurekstur fyrir verknað sem brýtur gegn almennum hegningarlögum, lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, lögum um hlutafélög, lögum um einkahlutafélög, lögum um bókhald, lögum um ársreikninga, lögum um gjaldþrotaskipti o.fl. eða lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda er hann ekki bær til að sitja í stjórn félags.
Stjórnarmenn skulu á hverjum tíma uppfylla hæfisskilyrði samkvæmt þessari grein. Missi stjórnarmenn hæfi skulu þeir upplýsa sýslumann um það. Sýslumaður getur á hverjum tíma tekið hæfi stjórnarmanna til sérstakrar skoðunar.
7. gr.
Á eftir 9. gr. laganna kemur ný grein, 9. gr. a, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:8. gr.
2. málsl. 1. mgr. 1. gr. laganna orðast svo: Ráðherra er heimilt að ákveða með reglugerð að verkefni, sem falin eru sýslumanni samkvæmt lögum þessum, verði á hendi eins eða fleiri sýslumanna.9. gr.
Á eftir 2. gr. laganna koma tvær nýjar greinar, 2. gr. a og 2. gr. b, svohljóðandi:a. (2. gr. a.)
Stjórnarmenn sjóða og stofnana skulu vera lögráða og hafa forræði á búi sínu.
Hafi einstaklingur á síðustu þremur árum hlotið dóm í tengslum við atvinnurekstur fyrir verknað sem brýtur gegn almennum hegningarlögum, lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, lögum um hlutafélög, lögum um einkahlutafélög, lögum um bókhald, lögum um ársreikninga, lögum um gjaldþrotaskipti o.fl. eða lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda er hann ekki bær til að sitja í stjórn sjóðs eða stofnunar.
Þegar svo ber undir skulu hæfisskilyrði skv. 1. og 2. mgr. einnig eiga við um framkvæmdastjóra og skipaðan fjárvörsluaðila sjóðs eða stofnunar.
Stjórnarmenn, framkvæmdastjóri og skipaður fjárvörsluaðili skulu á hverjum tíma uppfylla hæfisskilyrði samkvæmt þessari grein. Missi stjórnarmenn, framkvæmdastjóri eða skipaður fjárvörsluaðili hæfi skulu þeir upplýsa sýslumann um það. Sýslumaður getur á hverjum tíma tekið hæfi stjórnarmanna, framkvæmdastjóra og skipaðs fjárvörsluaðila til sérstakrar skoðunar.
b. (2. gr. b.)
Sjóði eða stofnun er skylt að færa bókhald og semja ársreikning í samræmi við lög um bókhald. Stjórn, framkvæmdastjóri eða fjárvörsluaðili sjóðs eða stofnunar skal semja ársreikning fyrir hvert reikningsár í samræmi við þau lög.
Á stjórnarfundi skulu kosnir einn eða fleiri endurskoðendur, endurskoðunarfyrirtæki, skoðunarmenn eða trúnaðarmenn til að yfirfara ársreikning og varamenn þeirra. Ákvæði laga um endurskoðendur og endurskoðun gilda um hæfi og störf endurskoðenda og endurskoðunarfyrirtækja og ákvæði laga um bókhald gilda um hæfi og störf skoðunarmanna og trúnaðarmanna. Trúnaðarmenn mega ekki sitja í stjórn eða gegna stjórnunarstörfum fyrir sjóðinn eða stofnunina.
Ársreikningur skal fullgerður og undirritaður eigi síðar en sex mánuðum eftir lok reikningsárs. Ársreikningur skal lagður fram á stjórnarfundi sjóðs eða stofnunar til samþykktar.
10. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. laganna:- 1. mgr. orðast svo:
- Í stað orðsins „Ríkisendurskoðun“ í 3. mgr. kemur: Sýslumaður.
11. gr.
4. gr. laganna orðast svo:Nú vanrækir sjóður eða stofnun skyldu sína skv. 3. gr. til að senda sýslumanni ársreikning og skal þá sýslumaður leggja stjórnvaldssektir á þann sjóð eða stofnun. Þegar frestur skv. 3. gr. er liðinn skal sýslumaður leggja á viðkomandi sjóð eða stofnun stjórnvaldssekt að fjárhæð 600.000 kr. og jafnframt krefjast úrbóta.
Skili sjóður eða stofnun ársreikningi innan 30 daga frá tilkynningu um álagningu stjórnvaldssektar skal sýslumaður lækka sektarfjárhæð um 90%. Ef úrbætur eru gerðar innan tveggja mánaða frá tilkynningu um álagningu sektar skal lækka sektarfjárhæðina um 60%. Ef úrbætur eru gerðar innan þriggja mánaða frá tilkynningu um álagningu sektar skal lækka sektarfjárhæðina um 40%.
Stjórnvaldssektir eru aðfararhæfar. Sektir renna í ríkissjóð að frádregnum kostnaði við innheimtuna.
Stjórnvaldssektum verður beitt óháð því hvort lögbrot eru framin af ásetningi eða gáleysi.
Óinnheimtar stjórnvaldssektir falla ekki niður þótt aðilar verði síðar við kröfum sýslumanns.
Heimilt er að lækka eða fella niður stjórnvaldssekt skv. 1. og 2. mgr. hafi óviðráðanleg atvik sannanlega valdið því að sjóður eða stofnun hafi ekki staðið skil á ársreikningi innan þess frests sem kveðið er á um í 3. gr. Heimild sýslumanns er háð því skilyrði að ársreikningi sjóðs eða stofnunar hafi verið skilað til sýslumanns í samræmi við ákvæði laga þessara.
12. gr.
2. málsl. 5. gr. laganna fellur brott.13. gr.
Á eftir 6. gr. laganna kemur ný grein, 6. gr. a, svohljóðandi:Það varðar sektum eða fangelsi allt að tveimur árum að skýra vísvitandi rangt eða villandi frá högum sjóðs eða stofnunar eða öðru er sjóðinn eða stofnunina varðar í opinberri auglýsingu eða tilkynningu, skýrslum, ársreikningi eða tilkynningum til sýslumanns.
14. gr.
2. málsl. 7. gr. laganna fellur brott.15. gr.
Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2025.Samþykkt á Alþingi 22. júní 2024.