Ferill 895. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1334  —  895. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um símsvörun í síma 1700.

Frá Berglindi Ósk Guðmundsdóttur.


     1.      Hvaða greining liggur að baki ákvörðun um að færa símsvörun í síma 1700 utan hefðbundins opnunartíma heilsugæslustöðva til Upplýsingamiðstöðvar heilsugæslunnar frá Læknavaktinni?
     2.      Hver verður kostnaður Upplýsingamiðstöðvar heilsugæslunnar við þessa yfirfærslu?


Skriflegt svar óskast.