Ferill 865. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 2140  —  865. mál.




Svar


dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Njáli Trausta Friðbertssyni um kostnað vegna umsókna um alþjóðlega vernd.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hver hefur verið árlegur heildarkostnaður ráðuneytisins og stofnana þess frá árinu 2015 vegna umsókna um alþjóðlega vernd? Svar óskast sundurliðað eftir stofnunum, verkefnum, úrræðum og öðru sem við á, þ.m.t. vegna Útlendingastofnunar, kærunefndar útlendingamála og málskostnaðar.

    Fjárlagaliðir sem standa straum af kostnaði við umsækjendur um alþjóðlega vernd, bæði málsmeðferð, sem er á forræði dómsmálaráðuneytisins og svo þjónusta við umsækjendur, sem er á forræði félags- og vinnumarkaðsráðuneytis, falla undir málaflokk 10.5 Útlendingamál. Kostnaður vegna hvers liðar er í töflum aftast.
    Þeir fjárlagaliðir sem eru á forræði dómsmálaráðuneytisins eru eftirfarandi:
     a.      06151 Kærunefnd útlendingamála
     b.      06398 Útlendingastofnun
     c.      06399 Umsækjendur um alþjóðlega vernd

Nánar um a-lið.
    Kærunefnd útlendingamála er sjálfstæð stjórnsýslunefnd og tók til starfa í mars 2015 en nefndin fékk sérstakt fjárlaganúmer árið 2017. Í dag er nefndin skipuð sjö aðalmönnum, tveir í fullu starfi og fimm í hlutastarfi, en á Alþingi 14. júní sl. var samþykkt breyting á nefndinni þannig að eftir hana eru þrír nefndarmenn í fullu starfi. Breytingin tekur gildi sex mánuðum eftir gildistöku laganna.

Nánar um c-lið.
    Þjónusta við umsækjendur um alþjóðlega vernd var á fjárlagalið 06399 til ársloka 2021, en þá fluttist verkefnið til félags- og vinnumarkaðsráðuneytis. Fyrstu sex mánuði ársins 2022 hélt 06399 utan um verkefnið en félags- og vinnumarkaðsráðuneytið greiddi allan kostnað, sem skýrir háar sértekjur á lið 06399 það ár. Fjárlagaliðurinn var í umsjón Útlendingastofnunar þangað til áramótin 2023/2024 þegar hann færðist yfir til dómsmálaráðuneytis. Á liðinn bókast gjöld frá stoðdeild ríkislögreglustjóra vegna umsækjenda sem hafa fengið synjun um alþjóðlega vernd og hafa ekki annan rétt til dvalar hérlendis, gjöld frá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu vegna móttökumiðstöðvar í Domus og svo kostnaður við málsmeðferð hjá Útlendingastofnun.
06151 Kærunefnd útlendingamála

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


06398 Útlendingastofnun

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



06399 Umsækjendur um alþjóðlega vernd

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.