Aðrar útgáfur af skjalinu:
PDF
Word Perfect.
Þingskjal 2070, 154. löggjafarþing 847. mál: Verðlagsstofa skiptaverðs og úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna (forstaða og stafrænt aðgengi).
Lög nr. 82 3. júlí 2024.
Þingskjal 2070, 154. löggjafarþing 847. mál: Verðlagsstofa skiptaverðs og úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna (forstaða og stafrænt aðgengi).
Lög nr. 82 3. júlí 2024.
Lög um breytingu á lögum um Verðlagsstofu skiptaverðs og úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna, nr. 13/1998 (forstaða o.fl.).
1. gr.
Á eftir 1. málsl. 2. gr. laganna kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Ráðherra er einnig heimilt að fela forstöðumanni annarrar ríkisstofnunar jafnframt forstöðu Verðlagsstofu skiptaverðs með skipun til allt að fimm ára í senn.2. gr.
Í stað 4. málsl. 6. gr. laganna koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Fulltrúar Félags skipstjórnarmanna, Sjómannasambands Íslands, Félags vélstjóra og málmtæknimanna og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi skulu hafa aðgang að álitinu. Ef uppgjör við áhöfn fylgir kjarasamningi um kaup og kjör á smábátum skal Landssamband smábátaeigenda einnig hafa aðgang að álitinu.3. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr. 8. gr. laganna:- Í stað orðanna „Farmanna- og fiskimannasamband Íslands“ í 2. málsl. kemur: Félag skipstjórnarmanna.
- Í stað orðanna „skal Landssamband íslenskra útvegsmanna“ í 3. málsl. kemur: skulu Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi.
4. gr.
Í stað orðsins „fiskverðs“ í 1. mgr. 11. gr. laganna kemur: skiptaverðs.5. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.Samþykkt á Alþingi 22. júní 2024.