Ferill 814. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1228 — 814. mál.
Fyrirspurn
til innviðaráðherra um ferla vegna kynþáttahaturs eða hatursorðræðu.
Frá Brynju Dan Gunnarsdóttur.
1. Hvaða sveitarfélög hafa sett sér verkferla varðandi atvik í tengslum við kynþáttahatur eða hatursorðræðu í skólum, stofnunum eða á öðrum opinberum svæðum sveitarfélaganna?
2. Í hvaða sveitarfélögum stendur yfir vinna við ferlasetningu til að koma í veg fyrir eða bregðast við kynþáttahatri eða hatursorðræðu í skólum, stofnunum eða á öðrum opinberum svæðum sveitarfélagsins?
Skriflegt svar óskast.

