Ferill 722. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1877  —  722. mál.

2. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga,
nr. 80/2016 (alþjóðleg vernd).


Frá Ingu Sæland, Elínu Írisi Fanndal, Eyjólfi Ármannssyni, Guðmundi Inga Kristinssyni, Jakobi Frímanni Magnússyni og Tómasi A. Tómassyni.


    Á eftir 5. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
    Við 42. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
    Útlendingur nýtur ekki verndar skv. 1. mgr. ef skynsamlegar ástæður eru til að álíta hann hættulegan öryggi ríkisins eða hann hefur hlotið endanlegan dóm fyrir alvarlegt afbrot og er af þeim sökum hættulegur samfélaginu. Útlendingur nýtur ekki heldur verndarinnar þegar svo háttar sem um ræðir í F-lið 1. gr. flóttamannasamnings Sameinuðu þjóðanna.

Greinargerð.

    Lagt er til að við 42. gr. laga um útlendinga bætist ný málsgrein samhljóða 3. mgr. 45. gr. eldri laga um útlendinga, nr. 96/2002. Í 2. mgr. 33. gr. flóttamannasamnings Sameinuðu þjóðanna er að finna sambærilega heimild um að flóttamaður njóti ekki verndar gegn brottvísunum í tilteknum tilvikum. Sambærileg ákvæði er að finna í útlendingalögum nágrannaríkjanna, sbr. 31. gr. dönsku útlendingalaganna.
    Lagt er til að í stað þess að fjalla um mjög alvarlegt afbrot, líkt og gert var í tíð laga nr. 96/2002, verði vísað til alvarlegs afbrots þar sem ekki tíðkast að vísa til mjög alvarlegra afbrota í íslensku réttarfari.