Ferill 660. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 986  —  660. mál.




Fyrirspurn


til innviðaráðherra um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Frá Njáli Trausta Friðbertssyni.


     1.      Hver var þróun framlags ríkisins til flutningsjöfnunarstyrkja til framleiðenda skv. II. kafla laga nr. 160/2011, um svæðisbundna flutningsjöfnun, á árunum 2011–2023 á verðlagi ársins 2023?
     2.      Hefur farið fram greining á flutningskostnaði sambærileg þeirri sem birtist í greinargerð með frumvarpi til laga um svæðisbundna flutningsjöfnun (þskj. 447 á 140. löggjafarþingi) eftir að lögin tóku gildi til þess að meta hvort tilefni sé til þess að breyta því til hvaða styrksvæða sveitarfélög teljast?
     3.      Hefur farið fram greining á því hvort efri mörk lengdar ferðar, 390 km, mismuni fyrirtækjum í samkeppni sem búa við sambærilegan flutningskostnað en starfa nálægt hvort öðru, t.d. þar sem annað fyrirtækið er staðsett innan við 390 km frá höfuðborgarsvæðinu en hitt er staðsett lengra í burtu, svo sem á Akureyri og Svalbarðseyri? Ef svo er, hver var niðurstaða þeirrar greiningar?


Skriflegt svar óskast.