Ferill 657. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 981  —  657. mál.




Fyrirspurn


til innviðaráðherra um vatnsréttindi.

Frá Ásthildi Lóu Þórsdóttur.


     1.      Hvernig er það tryggt með lögum að almenningur hafi aðgang að vatni?
     2.      Hefur sú staða komið upp að sveitarfélög hafi þurft að kaupa vatn af einkaaðilum til að tryggja íbúum vatn til afnota?
     3.      Er vatnsveitum skylt að selja sveitarfélögum eða almenningi vatn?
     4.      Hvaða reglur gilda um verðlagningu á því vatni sem vatnsveitur selja?
     5.      Í hvaða sveitarfélögum, ef einhverjum, er vatnsskortur?


Skriflegt svar óskast.