Ferill 605. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 908 — 605. mál.
Fyrirspurn
til forsætisráðherra um innviði og þjóðaröryggi.
Frá Njáli Trausta Friðbertssyni.
1. Hver er staða vinnu við tillögur að lögformlegri skilgreiningu og lögfestingu mikilvægra innviða með tilliti til þjóðaröryggishagsmuna, sbr. b-lið í skýrslu forsætisráðherra um innviði og þjóðaröryggi á 151. löggjafarþingi (þskj. 751, 111. mál)?
2. Hvernig er lögformlegum skilgreiningum og lögfestingum mikilvægra innviði með tilliti til þjóðaröryggishagsmuna háttað í Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Finnlandi?
Skriflegt svar óskast.