Ferill 601. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 2150  —  601. mál.




Svar


félags- og vinnumarkaðsráðherra við fyrirspurn frá Birgi Þórarinssyni um kostnað vegna þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hver voru árleg útgjöld ríkissjóðs frá 1. janúar 2018 til 1. október 2023 vegna þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd, sbr. 27. og 33. gr. laga um útlendinga, nr. 80/2016? Svar óskast sundurliðað eftir því hvers kyns þjónusta var veitt.
     2.      Hvaða lögaðilar hafa fengið greitt fyrir að veita framangreinda þjónustu og hversu háar voru þær greiðslur á hverju ári fyrir sama tímabil?
    
    Við breytingu á skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands í kjölfar alþingiskosninga 2021 fluttist málefnið um þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd frá dómsmálaráðuneyti til félags- og vinnumarkaðsráðuneytis í upphafi árs 2022. Til þess að geta svarað fyrirspurninni fullnægjandi þurfti að afla upplýsinga hjá dómsmálaráðuneytinu vegna áranna 2018–2021.
    Í töflu 1 hér að aftan má sjá árleg sundurliðuð útgjöld vegna þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd, sbr. 27. og 33. gr. laga um útlendinga, nr. 80/2016, frá 1. janúar 2018 til og með 30. september 2023.
    Í fylgiskjali með svari þessu má sjá hvaða lögaðilar hafa fengið greitt vegna þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd á sama tímabili sem og hve háar þær greiðslur voru.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Fylgiskjal.


Greiðslur til lögaðila vegna þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd.


www.althingi.is/altext/pdf/154/fylgiskjol/s2150-f_I.pdf