Ferill 572. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 741 — 572. mál.
Fyrirspurn
til utanríkisráðherra um vopnaflutninga til Ísraels.
Frá Andrési Inga Jónssyni.
2. Hversu margar umsóknir um flutning hergagna um íslenska lofthelgi þar sem Ísrael er viðtökuland hafa verið afgreiddar frá því að ábyrgð á leyfisveitingum færðist til ráðuneytisins? Hversu margar þeirra hafa verið samþykktar hvert ár?
3. Um hvers konar hergögn var að ræða í þeim umsóknum sem spurt er um í 1. og 2. tölul. og hvert var magn þeirra?
4. Telur ráðuneytið að flutningur hergagna til Ísraels sé í samræmi við 3. gr. reglugerðar nr. 464/2019 um flutning hergagna með loftförum? Hefur það mat breyst frá samþykkt ályktunar nr. 1/154 um afstöðu Íslands vegna átaka fyrir botni Miðjarðarhafs?
Skriflegt svar óskast.