Ferill 538. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 627  —  538. mál.




Fyrirspurn


til matvælaráðherra um aðgerðir í þingsályktun um aðgerðaáætlun um matvælaöryggi og vernd búfjárstofna.

Frá Höllu Signýju Kristjánsdóttur.


     1.      Hvaða aðgerðum í þingsályktun um aðgerðaáætlun um matvælaöryggi og vernd búfjárstofna, nr. 40/149, er lokið og hver var framgangur þeirra?
     2.      Hvaða aðgerðir eru komnar til framkvæmda en ekki lokið og hver er staða þeirra nú?
     3.      Hvaða aðgerðir eru í framkvæmd til lengri tíma og hver er framgangur þeirra?


Skriflegt svar óskast.