Ferill 521. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 2093  —  521. mál.

3. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu).

Frá Bjarna Jónssyni.


    Við 8. gr.
     a.      Í stað ártalsins „2024“ í 1. málsl. efnisgreinar komi: 2025.
     b.      Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                      Þrátt fyrir 6. mgr. 12. gr. og 10. mgr. 15. gr. er framsal aflahlutdeilda í grásleppu óheimilt til 31. ágúst 2026.

Greinargerð.

    Með frumvarpinu er lagt til að tekin verði upp ný aðferð við fiskveiðistjórn á grásleppu með hlutdeildarsetningu. Þar sem ekki er komin reynsla á áhrif hlutdeildarsetningar á fiskveiðistjórn grásleppu er sett inn tímabundin takmörkun á framsali aflahlutdeilda. Þetta ákvæði takmarkar þó ekki ráðstöfun aflamarks á tímabilinu og gefur tækifæri til að meta áhrif hlutdeildarsetningar án þess að hrófla við hlutdeildum einstakra báta á tímabilinu.
    Þá er lagt til að Fiskistofa úthluti fiskiskipum aflahlutdeild fyrir 1. mars 2025 í stað 2024, líkt og frumvarpið gerir ráð fyrir.