Ferill 251. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 410  —  251. mál.




Svar


matvælaráðherra við fyrirspurn frá Gísla Rafni Ólafssyni um eftirlit með fiskveiðum.


     1.      Hversu margir kvótahafar fluttu út meira af fiski en þeir fengu upphaflega úthlutað, leigðu og nýttu síðastliðin tíu ár?
    Ráðuneytið hefur hvorki upplýsingar um útflutning einstakra aðila á fiski, hvort sem um er að ræða beinan útflutning á óunnum fiski við fyrstu sölu né útflutning sem er í umboði annarra og leitaði því til Fiskistofu varðandi möguleika á að afla slíkra gagna. Í svari Fiskistofu kemur fram að þau gögn Fiskistofu sem tengjast útflutningi skips eru vinnslu- og ráðstöfunarskýrslur sem vinnslur skila inn auk veiðivottorða sem gefin eru út til útflytjanda vegna útflutnings. Vinnslu- og ráðstöfunarskýrslur eru hins vegar háðar þeim takmörkunum að þær ná eingöngu til fyrstu ráðstöfunar og því liggja ekki fyrir upplýsingar um hvað verður um fisk sem fluttur er út en seldur innan lands áður en að útflutningi kemur. Jafnframt eru þau takmörk á veiðivottorðum að á þeim er aðeins tilgreint heildarmagn útflutnings og er það ekki sundurliðað eftir einstökum skipum.
    Fiskistofa hefur upplýsingar um aflamark, tilfærslur og afla einstakra skipa en ekki er unnt að nýta fyrirliggjandi gögn til þess að svara spurningunni.
    Hvað upplýsingar um útflutning á óunnum fiski í gámum varðar skal bent á skýrslu sem unnin var af Sjávarútvegsmiðstöð Háskólans á Akureyri í framhaldi fyrirspurn þáverandi formanns atvinnuveganefndar um stöðu útflutnings á óunnum fiski (Útflutningur á óunnum fiski í gámum. Umfjöllun um álitaefni. Unnið fyrir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Apríl 2020). 1

     2.      Hversu margir bátar og skip fluttu út meira af fiski en úthlutaður kvóti þeirra heimilaði síðastliðin tíu ár?
    Þar sem engar takmarkanir eru á ráðstöfun afla á grundvelli úthlutaðs aflamarks hvort sem um er að ræða við fyrstu sölu eða til beins útflutnings þá er ekki unnt að svara spurningunni.

     3.      Eru slíkir flutningar rannsakaðir af eftirlitsaðilum? Ef ekki, af hverju? Ef svo er, með hvaða hætti, hverjar eru skýringar á mismuninum og hver eru viðurlög ef um skýrt brot er að ræða?
    Sjá svar við 2. tölul. fyrirspurnarinnar.

     4.      Má gera ráð fyrir að mismunurinn geti verið ísprósentusvindl, misnotkun á endurvigtun eða framhjálöndun?

    Ekki er unnt að svara framangreindu, sbr. svör við 2. og 3. tölul. fyrirspurnarinnar.

1     www.stjornarradid.is/library/01--Frettatengt---myndir-og-skrar/ANR/KThJ/%C3%9Atflutningu r%20%C3%A1%20%C3%B3unnum%20fiski%20%C3%AD%20g%C3%A1mum.%20Sk%C3%BDrsl a%20HA%20fyrir%20ANR..pdf