Ferill 1114. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1942 — 1114. mál.
2. umræða.
Nefndarálit með breytingartillögu
um frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995 (gjaldfrjálsar skólamáltíðir).
Frá 1. minni hluta umhverfis- og samgöngunefndar.
Fyrsti minni hluti fagnar því að til standi að stíga það mikilvæga skref að gera máltíðir gjaldfrjálsar í grunnskólum landsins. Það er hins vegar umhugsunarefni að frumkvæðið hafi ekki komið frá stjórnvöldum, heldur hafi verkalýðshreyfingin þurft að knýja fram þessa aðgerð gegn ójöfnuði í tengslum við kjarasamninga.
Í umsögnum koma fram áhyggjur af því að sveitarfélög muni bera skarðan hlut frá borði. Fyrsti minni hluti tekur undir þær áhyggjur, enda ítrekuð reynsla sveitarfélaga að ríkið færi þeim ný verkefni án fullnægjandi fjárveitingar og með reglum þar sem fjárveitingar haldast ekki í hendur við verðlag, og leggur því til eftirfarandi
BREYTINGU:
Við 1. mgr. 1. gr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Ráðherra skal á tímabilinu við afgreiðslu fjárlaga hvers árs leggja til upphæð í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 7. mars 2024 þar sem miða skal við að ríkið fjármagni 75% af kostnaði sveitarfélaganna við aðgerðina.
Alþingi, 19. júní 2024.
Andrés Ingi Jónsson.