Ferill 1097. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 2189  —  1097. mál.




Svar


heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Þórunni Sveinbjarnardóttur um brjóstaskimanir.


     1.      Hver var árlegur fjöldi skimana fyrir brjóstakrabbameini á tímabilinu 2013–2023? Óskað er sundurliðunar eftir ári og aldri við skimun.
    Í eftirfarandi töflu kemur fram fjöldi skimana fyrir brjóstakrabbameini, sundurliðað eftir árum og aldursflokkum:

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Fjöldatölur fyrir hvert ár endurspegla ekki þátttökuna það árið nema að hluta til. Þátttökuhlutfall í brjóstaskimun gefur réttari mynd af því hver þátttakan í skimuninni er.
    Þátttökuhlutfall er vel skilgreindur alþjóðlegur gæðavísir í krabbameinsskimun og er hlutfall kvenna sem mæta í skimun af þeim fjölda kvenna sem fær boð í skimun á skilgreindu tímabili. Þátttökuhlutfall er skilgreint út frá mætingu kvenna á skimunarskrá í árslok hvert ár, konur á aldrinum 40–69 ára sem hafa mætt síðastliðin tvö ár og konur á aldrinum 70–74 ára síðastliðin þrjú ár. Frá árinu 2021 hafa konur á aldrinum 70–74 ára fengið boð í skimun til viðbótar við konur á aldrinum 40–69 ára. Eftirfarandi tafla sýnir þátttökuhlutfall í skimun fyrir brjóstakrabbameini frá árinu 2013:

Ár Hlutfall
2013 59%
2014 59%
2015 58%
2016 55%
2017 57%
2018 57%
2019 61%
2020 62%
2021 54%
2022 52%
2023 56%

     2.      Hver var kostnaður ríkisins við brjóstaskimanir á sama tímabili, sundurliðað eftir ári?
    Eftirfarandi eru kostnaðartölur frá Krabbameinsfélaginu og Landspítala vegna brjóstaskimana fyrir tímabilið 2013–2023. Við þennan kostnað bætist kostnaður vegna klínískra brjóstaskoðana og endurinnkallana þegar eitthvað finnst í skimun sem þarf að skoða betur. Sá kostnaður er ekki talinn í þessum tölum.
    Ábyrgð á sérskoðunum á brjóstum fluttist til Landspítala frá Krabbameinsfélaginu árið 2017. Gjöld og tekjur 2017 til 2020 í töflunni tengjast samningi við Krabbameinsfélagið um klínískar sérskoðanir á brjóstum. Landspítali greiddi fyrir aðstöðu og móttöku í húsnæði Krabbameinsfélagsins og fékk á móti tekjur vegna hlutar sjúklings. Í upphafi árs 2021 færðist ábyrgð á skimun við brjóstakrabbameini einnig til Landspítala og á sama tíma fluttist starfsemin, bæði skimun og sérskoðanir, á göngudeild Landspítala Eiríksgötu 5.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.