Ferill 1050. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1744 — 1050. mál.
Svar
heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Indriða Inga Stefánssyni um slys af völdum drifskafts.
Fyrirspurnin hljóðar svo:
Hversu mörg skráð slys hafa orðið af völdum drifskafts síðustu tíu ár, sundurliðað eftir aldri og kyni?
Í slysaskrá sem varðveitt er hjá embætti landlæknis með stoð í lögum um landlækni og lýðheilsu er að finna lágmarksupplýsingar um slys en þar eru ekki skráðar upplýsingar um það hvort skráð slys hafi orðið af völdum drifskafts.
Tegund slysa er flokkuð eftir því hvort um er að ræða umferðarslys, vinnuslys, heima- og frístundaslys, íþróttaslys, skólaslys eða önnur slys en nánari flokkun er ekki tilgreind.

