Ferill 1044. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 2179 — 1044. mál.
Svar
umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra við fyrirspurn frá Andrési Inga Jónssyni um endurskoðun reglugerðar um hollustuhætti.
Fyrirspurnin hljóðar svo:
Hvað líður vinnu við endurskoðun reglugerðar um hollustuhætti, nr. 941/2002, sem var kynnt í samráðsgátt Stjórnarráðsins 4.–21. janúar 2022 og samkvæmt svari við fyrirspurn á 153. löggjafarþingi (þskj. 905, 419. mál) átti að ljúka í lok febrúar 2023 en í svari við fyrirspurn síðar á sama löggjafarþingi (þskj. 2295, 968. mál) var vonast til að myndi ljúka í lok árs 2023?
Eins og fram kemur í fyrirspurninni svaraði umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra fyrirspurn um vinnu við endurskoðun reglugerðar um hollustuhætti á 153. löggjafarþingi (þskj. 905, 419. mál, og þskj. 2295, 968. mál) og vísast til þeirra svara hvað varðar þá vinnu sem átt hefur sér stað við endurskoðun reglugerðarinnar. Reglugerðin hefur nú þegar verið undirrituð af ráðherra og birtist von bráðar í B-deild Stjórnartíðinda.