Ferill 1030. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 2035  —  1030. mál.




Svar


utanríkisráðherra við fyrirspurn frá Berglindi Ósk Guðmundsdóttur um kostnað við auglýsingagerð, kynningarmál, viðburði og ráðstefnur.


     1.      Hver var kostnaður ráðuneytisins við auglýsingagerð og kynningarmál árin 2022 og 2023? Svar óskast sundurliðað eftir auglýsingaherferðum.
    Í svari er tekinn saman heildarkostnaður vegna auglýsingagerðar og kynningarmála auk hönnunar- og birtingarkostnaðar á árunum 2022 og 2023. Einnig er tekinn með kostnaður vegna auglýsingaherferða, viðburða og ráðstefna auk atvinnuauglýsinga.
    Kostnaður er sundurliðaður eftir fjárlagaliðum utanríkisráðuneytisins auk þess sem stærri kostnaðarliðum eru gerð frekari skil. Minni kostnaður og óskilgreindur er flokkaður sem „annað“ þar sem við á.
    Lögbundnar birtingar í Stjórnartíðindum og Lögbirtingablaðinu eru undanskildar.
    Þá er einnig undanskilinn kostnaður vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins árið 2023 sem gjaldfærðist af tveimur fjárlagaliðum; annars vegar á Ýmis verkefni (03-190) og Sendiráð Íslands (03-300), vegna kostnaðar sem féll til á Íslandi og hjá fastanefnd Íslands í Strassborg. Hvað kostnað við þann fund varðar er vísað í svar utanríkisráðherra við fyrirspurn frá Ingu Sæland um kostnað við leiðtogafund Evrópuráðsins, sbr. þskj. 1106 á 154. löggjafarþingi (623. mál).

2022 2023
Aðalskrifstofa (03-101) – samtals 468.898 269.430
Fréttaannáll utanríkisráðuneytisins 186.000
Atvinnuauglýsingar 78.574
Plast á norðurslóðum 161.450
Annað 204.324 107.980
Ýmis verkefni (03-190) – samtals 47.740 10.000
Opinn fundur um stefnu Íslands í málefnum norðurslóða 47.740
Auglýsingar á samfélagsmiðlum 10.000
Öryggis- og varnarmál (03-213) – samtals
Sendiráð Íslands (03-300) – samtals 449.609 266.358
Auglýsingar sendiskrifstofa (þ.m.t. á samfélagsmiðlum) 449.609 190.358
IDAHOT+ Forum (samráðsfundur á Íslandi) 76.000
Alþjóðleg þróunarsamvinna (03-390) – samtals 7.991.879 2.059.783
Heimsmarkmiðasjóður atvinnulífsins – 7. úthlutun 619.400
Heimsmarkmiðasjóður atvinnulífsins – 8. úthlutun 942.400
Heimsmarkmiðasjóður atvinnulífsins – 9. úthlutun 1.401.200
Heimsmarkmiðasjóður atvinnulífsins – annar kostnaður 244.000
GRÓ – þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu 224.622 500.000
Samstarf um miðlun frétta Heimsljóss um þróunarsamvinnu 1.000.000
Auglýsingar um kynningar- og fræðslustyrki í þróunarsamvinnu 659.792
Auglýsingar á samfélagsmiðlum 37.498
Kynningarefni vegna nýs samstarfsverkefnis í Nkhotakota 817.244
Kynningarefni vegna jafnréttisviðburðar með þingmönnum í Malaví 159.952
Gerð kynningarmyndbanda vegna samstarfsverkefna í Malaví 698.168
Gerð upplýsingaskilta í Mangochi-héraði í Malaví 1.267.475
Ýmis auglýsinga- og kynningarkostnaður á sendiskrifstofum í tvíhliða þróunarsamvinnu 618.296 791.865
Kvennanefndarfundur Sþ í New York 69.750
Samtals heildarkostnaður ráðuneytisins 8.958.126 6.075.643

     2.      Hvernig skiptist birtingarkostnaður ráðuneytisins eftir innlendum og erlendum miðlum árin 2022 og 2023?
    Í svari er tekinn saman heildarkostnaður vegna birtinga á auglýsingum í prent-, vef- og samfélagsmiðlum, greindur eftir innlendum og erlendum birtingum, sundurliðað á fjárlagaliði utanríkisráðuneytisins.
    Einnig er tekinn með kostnaður vegna auglýsingaherferða, viðburða og ráðstefna auk atvinnuauglýsinga. Kostnaður vegna lögbundinna birtinga í Stjórnartíðindum og Lögbirtingablaðinu er undanskilinn. Eftirfarandi kostnaður er einnig tiltekinn í svari við 1. tölul.
    Allur birtingarkostnaður ráðuneytisins á fjárlagaliðum 03-101 (Aðalskrifstofa), 03-190 (Ýmis verkefni) og 03-213 (Varnarmál) fellur til innan lands. Skipting kostnaðar á fjárlagaliði 03-300 (Sendiráð Íslands) og 03-390 (Alþjóðleg þróunarsamvinna) færist samkvæmt töflu hér að aftan.

2022 2023
Aðalskrifstofa (03-101) – samtals 275.648 209.910
Innlendir miðlar 275.648 209.910
Erlendir miðlar
Ýmis verkefni (03-190) – samtals 47.740 503.396
Innlendir miðlar 47.740 503.396
Erlendir miðlar
Öryggis- og varnarmál (03-213) – samtals
Innlendir miðlar
Erlendir miðlar
Sendiráð Íslands (03-300) – samtals 544.545 187.913
Innlendir miðlar
Erlendir miðlar 544.545 187.913
Alþjóðleg þróunarsamvinna (03-390) – samtals 5.760.074 456.472
Innlendir miðlar 5.201.112
Erlendir miðlar 558.962 456.472

     3.      Hver var kostnaður ráðuneytisins við viðburði og ráðstefnur árin 2022 og 2023?
    Í svari er tekinn saman heildarkostnaður við viðburði og ráðstefnur á vegum utanríkisráðuneytisins, sundurliðað á fjárlagaliði ráðuneytisins, og kann að innihalda kostnað sem hefur verið tilgreindur í svari við 1. og 2. tölul. fyrirspurnarinnar. Við þær tölur bætist svo kostnaður vegna viðburðarhaldsins sjálfs, svo sem leiga á húsnæði, streymi, viðburðarstjórnun, myndataka og veitingar.
    Undanskildir í svarinu eru lokaðir fundir á vegum ráðuneytisins. Þá er einnig undanskilinn kostnaður vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins árið 2023 sem gjaldfærðist af tveimur fjárlagaliðum; annars vegar á Ýmis verkefni (03-190) og Sendiráð Íslands (03-300), vegna kostnaðar sem féll til á Íslandi og hjá fastanefnd Íslands í Strassborg. Hvað kostnað við þann fund varðar er vísað í svar utanríkisráðherra við fyrirspurn frá Ingu Sæland um kostnað við leiðtogafund Evrópuráðsins, sbr. þskj. 1106 á 154. löggjafarþingi (623. mál).

2022 2023
Aðalskrifstofa (03-101) 9.637.500 8.630.274
Ýmis verkefni (03-190) 934.255 17.663.350
    þar af ráðstefnan Plast á norðurslóðum 14.017.046
Sendiráð Íslands – sameiginlegur liður (03-300) 13.548.984 17.070.477
Öryggis- og varnarmál (03-213)
Alþjóðleg þróunarsamvinna (03-390) 1.039.994 6.358.848
Samtals kostnaður ráðuneytisins 25.160.733 49.722.949

    Alls fóru 30 klukkustundir í vinnslu svarsins.